Lífið

Tónlistarkonur til liðs við X-ið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bára Gísladóttir og Kira Kira mæta í fyrsta þáttinn.
Bára Gísladóttir og Kira Kira mæta í fyrsta þáttinn.
Í kvöld klukkan ellefu hefur göngu sína útvarpsþættir KÍTÓN, konur í tónlist á Xinu 977. Þættirnir sem styrktir eru af Tónlistarsjóði Ríkisins munu fjalla um allt það helsta sem tónlistarkonur eru að gera í dag.

Hver þáttur ber með sér ákveðið þema þannig að breidd allra tónlistarkvenna verður kortlagður.

Fyrsti þátturinn í kvöld er tileinkaður konum í raftónlist. Þáttastjórnandi er húsvíska mærin Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, sem hefur gert garðinn frægan með Grúska Babúska, og fjallar hún m.a. um þá hluti sem konur í raftónlist eru að gera hér heima og erlendis. Viðmælendur þáttarins eru Bára Gísladóttir, Kira Kira og Ida Juhl.

Þættirnir verða tíu talsins og skipta stjórnarkonur KÍTÓN á milli sín þáttastjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×