Erlent

Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands dæmd í fimm ára fangelsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands.
Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands. Vísir/AFP
Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, Yingluck Shinawatra, var í morgun dæmd í fimm ára fangelsi í tengslum við hneykslismál sem teygir sig víða um stjórnkerfi landsins. Shinavatra var fundin sek um vanrækslu og fyrir að hafa ekki sinnt skyldum sínum sínum í embætti en hneykslið varðar niðurgreiðslur til hrísgrjónabænda í landinu.

Yingluck var dæmd að henni fjarstaddri en hún flúði Tíland fyrir um mánuði síðan og er óljóst hvar hún er niðurkomin, þó talið sé að hún sé í Dubai. Hún hefur ávalt neitað sök.

Henni var komið frá völdum árið 2014, skömmu áður en herinn tók völdin í landinu. Samkvæmt frétt BBC er Yngluck þó enn vinsæl víða og þá sérstaklega hjá bændum og fátækum kjósendum.

Eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra árið 2011 var fljótt farið í eitt af hennar helstu kosningaloforðum. Það er að greiða hrísgrjónabændum rúmlega tvöfallt markaðsverð fyrir afurðir þeirra með því markmiði að draga úr fátækt. Herstjórnin segir ríkið hafa tapað minnst átta milljörðum dala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×