Samþykktu breytingar á útlendingalögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 06:27 Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan 1 í nótt. Vísir/Ernir Frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingar á útlendingalögum var samþykkt skömmu áður en þingfundi lauk rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks stóðu að frumvarpinu og endurspeglaðist það í atkvæðagreiðslunni, 38 samþykktu frumvarpið en 17 þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því. Þá skiluðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks minnihlutaáliti. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir.Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum.VísirHins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum.Óttast aukið mansal Talið er að þessar breytingar geti haft áhrif á stöðu um 80 barna og segir í nefndaráliti meirihlutans að því sé ljóst að um mikilvæga breytingu sé að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins óttast þó að breytingarnar kunni að hafa í för með sér aukið mansal eða smygl á börnum hingað til lands.Á fyrsta tímanum í nótt samþykkti Alþingi jafnframt að fella ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum úr gildi. Um það ríkti meiri samstaða en í fyrrnefndum breytingum. Frumvarp Bjarna Benediktssonar var samþykkt með 55 atkvæðum, einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingar á útlendingalögum var samþykkt skömmu áður en þingfundi lauk rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks stóðu að frumvarpinu og endurspeglaðist það í atkvæðagreiðslunni, 38 samþykktu frumvarpið en 17 þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því. Þá skiluðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks minnihlutaáliti. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir.Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum.VísirHins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum.Óttast aukið mansal Talið er að þessar breytingar geti haft áhrif á stöðu um 80 barna og segir í nefndaráliti meirihlutans að því sé ljóst að um mikilvæga breytingu sé að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins óttast þó að breytingarnar kunni að hafa í för með sér aukið mansal eða smygl á börnum hingað til lands.Á fyrsta tímanum í nótt samþykkti Alþingi jafnframt að fella ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum úr gildi. Um það ríkti meiri samstaða en í fyrrnefndum breytingum. Frumvarp Bjarna Benediktssonar var samþykkt með 55 atkvæðum, einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi.
Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45
Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15