Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru Ingvar Þór Björnsson skrifar 26. september 2017 18:58 Oddný átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hún ræddi um uppreist æru á Alþingi í dag. Vísir/Stefán Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, varð klökk í ræðustól Alþingis þegar hún tók til máls um breytingar á lögum um uppreist æru. „Um leið og ég fagna því að við séum að breyta hegningarlögunum eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir þá lýsi ég skömminni á þeirri leynd sem umlukið hefur málið. Leynd sem virðist aðeins hafa verið til þess að verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði Oddný. Þrjú mál eru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það er frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga.Glæpur sem fyrnist aldrei í huga þolenda „Þessi vélræni ferill þar sem enginn vill taka ábyrgð er óásættanlegur og krafan um breytingar er sjálfsögð og löngu tímabær,“ sagði Oddný í umfjöllun um uppreist æru. Þá sagði hún að verkinu væri ekki lokið og gera þyrfti skýrar kröfur um að barnaníðingar sinni ekki ákveðnum störfum. „Þar má nefna kennarastörf, umönnun með fötluðum börnum og þeim sem standa veikir fyrir, skólabílstjórar og fleiri störf með börnum. Allt þetta þarf að vinna vel á næsta þingi og að fara í gegnum þá lagabálka sem um ræðir.“ Þá sagði hún að einnig þurfi að skoða meðferð kynferðisbrotamála í öllu kerfinu. „Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga,“ sagði Oddný. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, varð klökk í ræðustól Alþingis þegar hún tók til máls um breytingar á lögum um uppreist æru. „Um leið og ég fagna því að við séum að breyta hegningarlögunum eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir þá lýsi ég skömminni á þeirri leynd sem umlukið hefur málið. Leynd sem virðist aðeins hafa verið til þess að verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði Oddný. Þrjú mál eru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það er frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga.Glæpur sem fyrnist aldrei í huga þolenda „Þessi vélræni ferill þar sem enginn vill taka ábyrgð er óásættanlegur og krafan um breytingar er sjálfsögð og löngu tímabær,“ sagði Oddný í umfjöllun um uppreist æru. Þá sagði hún að verkinu væri ekki lokið og gera þyrfti skýrar kröfur um að barnaníðingar sinni ekki ákveðnum störfum. „Þar má nefna kennarastörf, umönnun með fötluðum börnum og þeim sem standa veikir fyrir, skólabílstjórar og fleiri störf með börnum. Allt þetta þarf að vinna vel á næsta þingi og að fara í gegnum þá lagabálka sem um ræðir.“ Þá sagði hún að einnig þurfi að skoða meðferð kynferðisbrotamála í öllu kerfinu. „Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga,“ sagði Oddný.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira