Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru Ingvar Þór Björnsson skrifar 26. september 2017 18:58 Oddný átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hún ræddi um uppreist æru á Alþingi í dag. Vísir/Stefán Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, varð klökk í ræðustól Alþingis þegar hún tók til máls um breytingar á lögum um uppreist æru. „Um leið og ég fagna því að við séum að breyta hegningarlögunum eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir þá lýsi ég skömminni á þeirri leynd sem umlukið hefur málið. Leynd sem virðist aðeins hafa verið til þess að verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði Oddný. Þrjú mál eru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það er frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga.Glæpur sem fyrnist aldrei í huga þolenda „Þessi vélræni ferill þar sem enginn vill taka ábyrgð er óásættanlegur og krafan um breytingar er sjálfsögð og löngu tímabær,“ sagði Oddný í umfjöllun um uppreist æru. Þá sagði hún að verkinu væri ekki lokið og gera þyrfti skýrar kröfur um að barnaníðingar sinni ekki ákveðnum störfum. „Þar má nefna kennarastörf, umönnun með fötluðum börnum og þeim sem standa veikir fyrir, skólabílstjórar og fleiri störf með börnum. Allt þetta þarf að vinna vel á næsta þingi og að fara í gegnum þá lagabálka sem um ræðir.“ Þá sagði hún að einnig þurfi að skoða meðferð kynferðisbrotamála í öllu kerfinu. „Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga,“ sagði Oddný. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, varð klökk í ræðustól Alþingis þegar hún tók til máls um breytingar á lögum um uppreist æru. „Um leið og ég fagna því að við séum að breyta hegningarlögunum eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir þá lýsi ég skömminni á þeirri leynd sem umlukið hefur málið. Leynd sem virðist aðeins hafa verið til þess að verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði Oddný. Þrjú mál eru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það er frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga.Glæpur sem fyrnist aldrei í huga þolenda „Þessi vélræni ferill þar sem enginn vill taka ábyrgð er óásættanlegur og krafan um breytingar er sjálfsögð og löngu tímabær,“ sagði Oddný í umfjöllun um uppreist æru. Þá sagði hún að verkinu væri ekki lokið og gera þyrfti skýrar kröfur um að barnaníðingar sinni ekki ákveðnum störfum. „Þar má nefna kennarastörf, umönnun með fötluðum börnum og þeim sem standa veikir fyrir, skólabílstjórar og fleiri störf með börnum. Allt þetta þarf að vinna vel á næsta þingi og að fara í gegnum þá lagabálka sem um ræðir.“ Þá sagði hún að einnig þurfi að skoða meðferð kynferðisbrotamála í öllu kerfinu. „Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga,“ sagði Oddný.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira