Alríkisdómarar í Bandaríkjunum munu í dag hlýða á málflutning vegna áfrýjunar Brendan Dassey, sem dæmdur var árið 2007, fyrir morðið á Teresa Halbach, 25 ára ljósmyndara, árið 2005. Þetta er í þriðja sinn sem áfrýjunin er tekin fyrir en þegar hafa tveir dómstólar úrskurðað að lögregluþjónar hafi nýtt sér aldur og þroskaskerðingu Dassey til að fá hann til að játa að hafa hjálpað frænda sínum, Steven Avery, að nauðga og myrða Halbach.
Mál Dassey hefur vakið gríðarlega athygli eftir sýningu þáttaraðarinnar vinsælu Making a Murderer. Þar var mál Dassey og frænda hans, Steven Avery, tekið fyrir en þeir voru báðir dæmdir í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn.
Sjá einnig: Lögfræðingar Stevens Averys myndu breyta hundrað atriðum
Lögfræðingar Dassey og saksóknarar munu flytja mál sitt og svara svo spurningum dómara. Búist er við því að málflutningurinn muni taka um háfltíma. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun niðurstaða þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði.
Dassey hefur setið áfram í fangelsi á meðan á áfrýjuninni stendur.
Bæði Dassey og Avery halda því fram að lögreglan hafi komið sök á þá vegna þess að Avery höfðaði mál gegn sýslunni eftir að hann var ranglega fangelsaður fyrir nauðgun.
Making a murderer: Brendan Dassey mætir fyrir dómara í enn einni áfrýjuninni
Tengdar fréttir
Lögfræðingar Stevens Averys myndu breyta hundrað atriðum
Í viðtali við Fréttablaðið segjast þeir hlakka mikið til komunnar til Íslands. Ef réttarhöldin færu fram í dag myndu þeir breyta hundrað ákvörðunum.
Dassey verður ekki sleppt
Ríkissaksóknari í Wisconsin-ríki áfrýjaði fyrr í vikunni dómi þar sem fram kom að Brendan Dassey, sem kom fram í þáttunum Making a Murderer, skyldi sleppt.
Dómari úrskurðar að Brendan Dassey skuli tafarlaust sleppt úr haldi
Fjölmiðlar hafa fylgst grannt með máli Dassey og Steven Avery eftir sýningu þáttaráðarinnar Making a Murderer.