Cavaliers, Spurs, Heat og Thunder eru öll að reyna að fá Dwyane Wade Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 12:30 Dwyane Wade. Vísir/Getty Chicago Bulls keypti upp lokaárið í samningi sínum við Dwyane Wade sem er nú laus allra mála hjá Bulls og getur samið við hvaða lið sem er í NBA-deildinni fyrir komandi tímabil. Dwyane Wade átti að fá 23,8 milljónir dollara fyrir lokaárið, rúma 2,57 milljarða íslenskra króna, en gaf eftir um 8 milljónir dollara sem eru um 864 milljónir íslenskra króna.Dwyane Wade gave back approximately $8M of his $23.8M salary to reach buyout agreement with Bulls, league sources tell ESPN. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Það er talið líklegast að Dwyane Wade verði aftur liðsfélagi LeBron James en núna hjá Cleveland Cavaliers. Cleveland er þó ekki eina liðið í kapphlaupinu. San Antonio Spurs, Miami Heat og jafnvel Oklahoma City Thunder eru líka að reyna að lokka Wade til sín. Adrian Wojnarowski á ESPN er með frábær sambönd í NBA-deildinni og það fer því fátt framhjá honum. Hann hefur heimildir fyrir því að fyrrnefnd lið sé á höttunum á eftir undirskrift frá Dwyane Wade.Cleveland's clear frontrunner with LeBron James, but Wade may take a little time to decide, league sources tell ESPN. https://t.co/onXPOeaYfG — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Dwyane Wade hefur þrisvar orðið NBA-meistari á ferlinum en hann er orðinn 35 ára gamall. Wade var með 18,3 stig, 4,5 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Chicago Bulls sem eru allt annað en slæmar tölur fyrir 35 ára gamlan leikmanna. Wade kom inn í deildina 2003 og spilaði þrettán fyrstu árin sín með Miami Heat þar sem hann varð NBA-meistari þrisvar sinnum. Hann yfirgaf Miami fyrir síðasta tímabil eftir að Heat buðu honum aðeins 4,3 milljóna samning og sögðu að hann yrði að sætta sig við það að koma inn af bekknum. Dwyane Wade fór þá mörgum á óvörum til Chicago Bulls en hann er frá Chicago. Flestir körfuboltaspekingar eru á því að Wade vilji komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á komandi tímabili og það er hægt að segja um Cleveland Cavaliers, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Cleveland Cavaliers hefur komist í úrslitin þrjú tímabil í röð en liðið er þó nokkuð breytt eftir að það lét Kyrie Irving fara. Isaiah Thomas og Jae Crowder komu í staðinn fyrir Boston. Hjá Spurs gæti Wade spilað með Kawhi Leonard, LaMarcus Aldridge, og Rudy Gay en hjá OKC yrðu liðsfélagar hans Russell Westbrook, Paul George og góður vinur hans Carmelo Anthony. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
Chicago Bulls keypti upp lokaárið í samningi sínum við Dwyane Wade sem er nú laus allra mála hjá Bulls og getur samið við hvaða lið sem er í NBA-deildinni fyrir komandi tímabil. Dwyane Wade átti að fá 23,8 milljónir dollara fyrir lokaárið, rúma 2,57 milljarða íslenskra króna, en gaf eftir um 8 milljónir dollara sem eru um 864 milljónir íslenskra króna.Dwyane Wade gave back approximately $8M of his $23.8M salary to reach buyout agreement with Bulls, league sources tell ESPN. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Það er talið líklegast að Dwyane Wade verði aftur liðsfélagi LeBron James en núna hjá Cleveland Cavaliers. Cleveland er þó ekki eina liðið í kapphlaupinu. San Antonio Spurs, Miami Heat og jafnvel Oklahoma City Thunder eru líka að reyna að lokka Wade til sín. Adrian Wojnarowski á ESPN er með frábær sambönd í NBA-deildinni og það fer því fátt framhjá honum. Hann hefur heimildir fyrir því að fyrrnefnd lið sé á höttunum á eftir undirskrift frá Dwyane Wade.Cleveland's clear frontrunner with LeBron James, but Wade may take a little time to decide, league sources tell ESPN. https://t.co/onXPOeaYfG — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Dwyane Wade hefur þrisvar orðið NBA-meistari á ferlinum en hann er orðinn 35 ára gamall. Wade var með 18,3 stig, 4,5 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Chicago Bulls sem eru allt annað en slæmar tölur fyrir 35 ára gamlan leikmanna. Wade kom inn í deildina 2003 og spilaði þrettán fyrstu árin sín með Miami Heat þar sem hann varð NBA-meistari þrisvar sinnum. Hann yfirgaf Miami fyrir síðasta tímabil eftir að Heat buðu honum aðeins 4,3 milljóna samning og sögðu að hann yrði að sætta sig við það að koma inn af bekknum. Dwyane Wade fór þá mörgum á óvörum til Chicago Bulls en hann er frá Chicago. Flestir körfuboltaspekingar eru á því að Wade vilji komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á komandi tímabili og það er hægt að segja um Cleveland Cavaliers, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Cleveland Cavaliers hefur komist í úrslitin þrjú tímabil í röð en liðið er þó nokkuð breytt eftir að það lét Kyrie Irving fara. Isaiah Thomas og Jae Crowder komu í staðinn fyrir Boston. Hjá Spurs gæti Wade spilað með Kawhi Leonard, LaMarcus Aldridge, og Rudy Gay en hjá OKC yrðu liðsfélagar hans Russell Westbrook, Paul George og góður vinur hans Carmelo Anthony.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira