Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 20:00 Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent