Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, velti fyrir sér hvort Sigmundur Davíð Guðlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði einfaldlega ekki þorað að taka slaginn við sig um oddvitasæti Norðausturkjördæmis í þingkosningunum sem eru að fara í hönd.
Þórunn tilkynnti á föstudag að hún hefði ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og veitti þannig Sigmundi mótframboð. Sigmundur tilkynnti aftur á móti í dag, með ítarlegu bréfi sem hann birti á vefsíðu sinni að hann hygðist yfirgefa Framsóknarflokkinn. Þar segir meðal annars að vinnubrögð flokksins væru honum þvert um geð.
Í útvarpsfréttum á Bylgjunni ræddi fréttamaður við Þórunni Egilsdóttur sem segir ákvörðun Sigmundar ekki koma sér á óvart. Hann hafi ekki unnið mikið með þeim upp á síðkastið og þá hafi hann ekki heldur „verið í takt“ við flokksfélaga sína í Framsókn.
Aðspurð hvort hún telji að þetta komi til með að skaða Framsóknarflokkinn svarar Þórunn að það eigi eftir að koma í ljóst hvernig þetta spilast en hún segir að það hafi verið hugur í Framsóknarmönnum á málefnalegum og góðum fundi í dag. „Menn eru bara tilbúnir í kosningar,“ segir Þórunn að endingu.
„Það er spurning hvort hann hafi ekki þorað að taka slaginn“

Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn
Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks.

Þórunn sækist eftir sæti Sigmundar
Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.