Innlent

Bein útsending: Virkjanir, laxeldi og vegir brenna á Vestfirðingum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá íþróttahúsinu á Ísafirði þar sem allt er að verða klárt fyrir fundinn.
Frá íþróttahúsinu á Ísafirði þar sem allt er að verða klárt fyrir fundinn.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, sitja fyrir svörum á borgarafundi á Ísafirði í dag. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra átti ekki heimangengt á fundinn.

Reiknað er með miklu fjölmenni á fundinn þar sem reikna má með því að virkjanir, laxeldi og vegamál verði í brennidepli í aðdraganda kosninganna 28. október.

Vestfirðingar eru með beina útsendingu frá fundinum en til hans er boðað af Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum.

Fundurinn hefst klukkan 14 og er honum streymt hér að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×