Kjartan Henry Finnbogason skoraði annað mark AC Horsens í sigri gegn Helsingoer í dönsku deildinni í dag.
Það var Simon Okosun sem að skoraði fyrra mark Horsens á 16. mínútu leiksins og allt stefndi í að það væri staðan í hálfleik en þá steig Íslendingurinn fram og skoraði á 44. mínútu og þannig var staðan í leikhlé.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik og því fengu Kjartan Henry og félagar stigin þrjú.
Eftir leikinn situr Horsens í 5.sæti með 10 stig.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)