Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. september 2017 19:02 Maðurinn huldi ekki andlit sitt fyrir myndavélum fjölmiðla þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag. vísir/anton Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. „Þau höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi eftir því sem næst verður komist,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu eða ekki. „Ég hef ekkert farið út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Þar með talið það.“Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt.VísirEkkert vitað um ástæður árásarinnar Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í nótt og var þeim framhaldið í dag og að málið hafi skýrst töluvert við það. „Við teljum okkur með nokkuð góða mynd af því hvað þarna gerðist.“Er eitthvað vitað um ástæður að baki árásarinnar? „Það er auðvitað hluti af því sem varð til rannsóknar, hverjar eru ástæður svona verknaðar og auðvitað er maðurinn réttilega með réttarstöðu grunaðs manns, hann hefur ekki verið dæmdur. Það er hluti af rannsókninni að afla þeirra upplýsinga um hvað viðkomandi hafi gengið til, gangist hann yfirleitt við þessum verknaði.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið. Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu. Manndráp á Hagamel Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. „Þau höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi eftir því sem næst verður komist,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu eða ekki. „Ég hef ekkert farið út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Þar með talið það.“Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt.VísirEkkert vitað um ástæður árásarinnar Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í nótt og var þeim framhaldið í dag og að málið hafi skýrst töluvert við það. „Við teljum okkur með nokkuð góða mynd af því hvað þarna gerðist.“Er eitthvað vitað um ástæður að baki árásarinnar? „Það er auðvitað hluti af því sem varð til rannsóknar, hverjar eru ástæður svona verknaðar og auðvitað er maðurinn réttilega með réttarstöðu grunaðs manns, hann hefur ekki verið dæmdur. Það er hluti af rannsókninni að afla þeirra upplýsinga um hvað viðkomandi hafi gengið til, gangist hann yfirleitt við þessum verknaði.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið. Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira