Óvissa um meðferð skattamála ríkir enn eftir dóm Hæstaréttar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2017 06:00 Sjö dómarar dæmdu í málinu en slíkt er fátítt. vísir/eyþór Dómur manns sem sakfelldur var í Hæstarétti í gær fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum verður líklega kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Héraðssaksóknari segir að unnið sé að því að tryggja að málsmeðferð hjá embættinu uppfylli skilyrði dómstólsins. Niðurstöðu málsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Slíkt er fátítt. Upphaflega stóð til að málið yrði flutt í byrjun árs en því slegið á frest þar til MDE kvæði upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi. Í maí kvað MDE upp dóm sinn, meðferð ríkisins á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva braut gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um bann gegn því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Atvik málsins í gær voru um margt sambærileg hinu fyrra máli. Var á því byggt í vörninni að vísa bæri málinu frá dómi þar sem maðurinn hefði sætt endanlegum úrskurði skattayfirvalda um álag á skattstofn vegna sömu brota og nú væri ákært fyrir. Því fælist í þessu tvöföld refsing fyrir sama brot. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að MDE hefði lagt til grundvallar að heimilt væri að reka tvö aðskilin mál, líkt og í þessu tilfelli, fyrir skattalagabrot að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Málin tvö þyrftu að vera samþættanleg í efni og tíma til að slíkt sé heimilt. Í dómnum eru ferli og efni málsins ítarlega rakin og komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd þess hafi uppfyllt viðmið MDE. „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til MDE,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraembættum beið niðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus og margt á því eftir að skýrast. „Það er annar hver maður hér innanhúss að lesa dóminn núna. Á næstunni eru fundir með Ríkissaksóknara um hver næstu skref verða. Það er ekki ljóst í augnablikinu hver áhrifin verða af þessu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. „Það er hins vegar ekki svo að dómur MDE hafi engin áhrif þó dómur í þessu máli hafi verið staðfestur. Við ætlum að skoða verklagið og tryggja að það standist kröfur MDE.“ Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Dómur manns sem sakfelldur var í Hæstarétti í gær fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum verður líklega kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Héraðssaksóknari segir að unnið sé að því að tryggja að málsmeðferð hjá embættinu uppfylli skilyrði dómstólsins. Niðurstöðu málsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Slíkt er fátítt. Upphaflega stóð til að málið yrði flutt í byrjun árs en því slegið á frest þar til MDE kvæði upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi. Í maí kvað MDE upp dóm sinn, meðferð ríkisins á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva braut gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um bann gegn því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Atvik málsins í gær voru um margt sambærileg hinu fyrra máli. Var á því byggt í vörninni að vísa bæri málinu frá dómi þar sem maðurinn hefði sætt endanlegum úrskurði skattayfirvalda um álag á skattstofn vegna sömu brota og nú væri ákært fyrir. Því fælist í þessu tvöföld refsing fyrir sama brot. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að MDE hefði lagt til grundvallar að heimilt væri að reka tvö aðskilin mál, líkt og í þessu tilfelli, fyrir skattalagabrot að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Málin tvö þyrftu að vera samþættanleg í efni og tíma til að slíkt sé heimilt. Í dómnum eru ferli og efni málsins ítarlega rakin og komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd þess hafi uppfyllt viðmið MDE. „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til MDE,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraembættum beið niðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus og margt á því eftir að skýrast. „Það er annar hver maður hér innanhúss að lesa dóminn núna. Á næstunni eru fundir með Ríkissaksóknara um hver næstu skref verða. Það er ekki ljóst í augnablikinu hver áhrifin verða af þessu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. „Það er hins vegar ekki svo að dómur MDE hafi engin áhrif þó dómur í þessu máli hafi verið staðfestur. Við ætlum að skoða verklagið og tryggja að það standist kröfur MDE.“
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira