Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2017 15:28 Útsýnið aftan úr hjólabátnum á planinu þar sem slysið varð. Mynd/RNSA Maðurinn sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón árið 2015, hafnar því að hafa ekið bátnum án nægjanlegrar aðgæslu þegar slysið átti sér stað. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi en í greinargerð verjanda hans kemur fram að maðurinn byggi á því að hann hafi sýnt nægjanlega aðgæslu þegar hann ók hjólabátnum aftur á bak umræddan dag. Í greinargerðinni er því haldið fram að konan hafi ekki orðið undir hjólabátnum vegna aðgæsluleysis mannsins, heldur bendi flest til þess að konan hafi sýnt af sér vítavert gáleysi með því að vera á bátaplaninu í akstursleið bátanna, stöðva þar og einblína á þyrlu án þess að gæta að því að hún væri stödd á svæði þar sem akstur hjólabáta færi fram.Frá Jökulsárlóni.Starfsmaður á palli hafi ekki séð konuna Maðurinn segist hafa sýnt mikla aðgæslu við akstur bátsins á fimm til sjö kílómetra hraða á klukkustund, horft til beggja hliða meðan hann var að bakka og treyst því að starfsmaður á palli hefði augu með akstrinum og léti vita í talstöð ef fyrirstaða væri á leiðinni. í greinargerðinni er því haldið fram að starfsmaður á palli hafi ekki séð konuna og að konan virðist ekki hafa horft fram fyrir sig eða sýnt eðlilega aðgæslu við göngu sína í kringum bátana.Með réttindi fyrir 12 metrana Því hefur verið haldið fram að maðurinn hafi ekki haft tilskilin réttindi til að stýra hjólabátnum en í greinargerðinni segir að maðurinn sé með réttindi til að stjórna skipum allt að 12 metrum, sem hann tilkynnti forsvarsmönnum fyrirtækisins sem á hjólabátanna og þeir staðfest það.Báturinn of hár til að sjá fyrir aftan hann Í greinargerðinni er tekið fram að þegar hjólabátunum er bakað úr hlaði við Jökulsárlón eigi starfsmaður á palli að hafa aðgæslu með því sem er fyrir aftan bátana, sem eru um tveir metrar á hæð og því útilokað fyrir þann sem stýrir þeim að sjá aftur fyrir og fyrir afturhorn bílsins. Í greinargerðinni er tekið fram að konan hafi verið 165 sentímetrar á hæð og af þeirri staðreynd megi ver ljóst að manninum hafi verið alls ómögulegt að sjá hana. Þess vegna hafi hann treyst á starfsmanninn á palli.Bakkmyndavélin biluð Bakkmyndavél bátsins hafi verið biluð þegar slysið átti sér stað og hafði verið biluð í nokkrar vikur fyrir slysið. Fyrirtækið sem á bátinn hefði ekki sinnt því að láta laga bakkmyndavélina sem maðurinn telur til marks um það andvaraleysi sem ríkt hafi í öryggismálum félagsins, að því hafi ekki verið sinnt strax að láta viðgerð fara fram á vélinni.Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla landsins.Vísir/VilhelmStöðvaði þegar hann heyrði soninn berja hlið bátsins Maðurinn segist hafa stöðvað akstur bátsins um leið og hann heyri í syni konunnar berja í hlið bátsins en starfsmaður bátsins hafi ekki kallað í talstöðina og látið vita af för konunnar um planið eins og maðurinn treysti á. Hann segist aldrei hafa séð konuna, eiginmann hennar eða son, hvorki áður en hann tók til við að bakka bátnum né á meðan hann ók honum aftur á bak.Athygli fjölskyldunnar sögð á þyrlunni Í greinargerðinni kemur fram að konan, eiginmaður hennar og sonur hefði komið að Jökulsárlóni fyrr um daginn með þyrlu frá Norðurflugi. Þyrlan yfirgaf svæðið til að taka eldsneyti og varð fjölskyldan eftir. Á meðan hafi þau skoðað lónið en í greinargerðinni er tekið fram að konunni hefði ekki geta dulist hvar hjólabátunum var lagt, enda svæðið ekki stórt. Hjólabátarnir eru sagðir á áberandi svæði, málaðir í gulum lit og frá vél þeirra stafi töluverður hávaði. Þegar þyrlan kom að sækja þau höfðu þau farið inn á svæðið þar sem hjólabátum var ekið um og þeim lagt. Konan hafi í raun vera á svæði sem er ekki ætlað fyrir gangandi vegfarendur, enda í akstursleið bátanna og hvorki útsýni, þjónustu eða öðru fyrir að fara á þessu svæði. Í greinargerðinni er því haldið fram að öll athygli konunnar og fjölskyldu hennar hafi beinst að þyrlunni sem var lent. Þau hafi snúið bökum í hjólabátinn sem maðurinn ók aftur á bak og ekki sé hann þess vegna. Þau hafi ekki skeytt um hávaðann í hjólabátnum, væntanlega vegna vélargnýsins frá þyrlunni sem þau voru upptekin af. Maðurinn hafi því aldrei verið í aðstöðu til að sjá fólkið sem stóð á planinu. Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Maðurinn sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón árið 2015, hafnar því að hafa ekið bátnum án nægjanlegrar aðgæslu þegar slysið átti sér stað. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi en í greinargerð verjanda hans kemur fram að maðurinn byggi á því að hann hafi sýnt nægjanlega aðgæslu þegar hann ók hjólabátnum aftur á bak umræddan dag. Í greinargerðinni er því haldið fram að konan hafi ekki orðið undir hjólabátnum vegna aðgæsluleysis mannsins, heldur bendi flest til þess að konan hafi sýnt af sér vítavert gáleysi með því að vera á bátaplaninu í akstursleið bátanna, stöðva þar og einblína á þyrlu án þess að gæta að því að hún væri stödd á svæði þar sem akstur hjólabáta færi fram.Frá Jökulsárlóni.Starfsmaður á palli hafi ekki séð konuna Maðurinn segist hafa sýnt mikla aðgæslu við akstur bátsins á fimm til sjö kílómetra hraða á klukkustund, horft til beggja hliða meðan hann var að bakka og treyst því að starfsmaður á palli hefði augu með akstrinum og léti vita í talstöð ef fyrirstaða væri á leiðinni. í greinargerðinni er því haldið fram að starfsmaður á palli hafi ekki séð konuna og að konan virðist ekki hafa horft fram fyrir sig eða sýnt eðlilega aðgæslu við göngu sína í kringum bátana.Með réttindi fyrir 12 metrana Því hefur verið haldið fram að maðurinn hafi ekki haft tilskilin réttindi til að stýra hjólabátnum en í greinargerðinni segir að maðurinn sé með réttindi til að stjórna skipum allt að 12 metrum, sem hann tilkynnti forsvarsmönnum fyrirtækisins sem á hjólabátanna og þeir staðfest það.Báturinn of hár til að sjá fyrir aftan hann Í greinargerðinni er tekið fram að þegar hjólabátunum er bakað úr hlaði við Jökulsárlón eigi starfsmaður á palli að hafa aðgæslu með því sem er fyrir aftan bátana, sem eru um tveir metrar á hæð og því útilokað fyrir þann sem stýrir þeim að sjá aftur fyrir og fyrir afturhorn bílsins. Í greinargerðinni er tekið fram að konan hafi verið 165 sentímetrar á hæð og af þeirri staðreynd megi ver ljóst að manninum hafi verið alls ómögulegt að sjá hana. Þess vegna hafi hann treyst á starfsmanninn á palli.Bakkmyndavélin biluð Bakkmyndavél bátsins hafi verið biluð þegar slysið átti sér stað og hafði verið biluð í nokkrar vikur fyrir slysið. Fyrirtækið sem á bátinn hefði ekki sinnt því að láta laga bakkmyndavélina sem maðurinn telur til marks um það andvaraleysi sem ríkt hafi í öryggismálum félagsins, að því hafi ekki verið sinnt strax að láta viðgerð fara fram á vélinni.Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla landsins.Vísir/VilhelmStöðvaði þegar hann heyrði soninn berja hlið bátsins Maðurinn segist hafa stöðvað akstur bátsins um leið og hann heyri í syni konunnar berja í hlið bátsins en starfsmaður bátsins hafi ekki kallað í talstöðina og látið vita af för konunnar um planið eins og maðurinn treysti á. Hann segist aldrei hafa séð konuna, eiginmann hennar eða son, hvorki áður en hann tók til við að bakka bátnum né á meðan hann ók honum aftur á bak.Athygli fjölskyldunnar sögð á þyrlunni Í greinargerðinni kemur fram að konan, eiginmaður hennar og sonur hefði komið að Jökulsárlóni fyrr um daginn með þyrlu frá Norðurflugi. Þyrlan yfirgaf svæðið til að taka eldsneyti og varð fjölskyldan eftir. Á meðan hafi þau skoðað lónið en í greinargerðinni er tekið fram að konunni hefði ekki geta dulist hvar hjólabátunum var lagt, enda svæðið ekki stórt. Hjólabátarnir eru sagðir á áberandi svæði, málaðir í gulum lit og frá vél þeirra stafi töluverður hávaði. Þegar þyrlan kom að sækja þau höfðu þau farið inn á svæðið þar sem hjólabátum var ekið um og þeim lagt. Konan hafi í raun vera á svæði sem er ekki ætlað fyrir gangandi vegfarendur, enda í akstursleið bátanna og hvorki útsýni, þjónustu eða öðru fyrir að fara á þessu svæði. Í greinargerðinni er því haldið fram að öll athygli konunnar og fjölskyldu hennar hafi beinst að þyrlunni sem var lent. Þau hafi snúið bökum í hjólabátinn sem maðurinn ók aftur á bak og ekki sé hann þess vegna. Þau hafi ekki skeytt um hávaðann í hjólabátnum, væntanlega vegna vélargnýsins frá þyrlunni sem þau voru upptekin af. Maðurinn hafi því aldrei verið í aðstöðu til að sjá fólkið sem stóð á planinu.
Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58