Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. september 2017 06:00 Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar