Arion og lífeyrissjóðirnir taka yfir 98% í United Silicon Haraldur Guðmundsson skrifar 20. september 2017 15:00 United Silicon er í greiðslustöðvun. Vísir/Vilhelm Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13 prósent af hlutafé kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta var niðurstaða hluthafafundar félagsins sem fór fram í gær. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson, starfsmaður Arion banka, kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa áfram stjórnina þau Jakob Bjarnason, stjórnarformaður United Silicon, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar, hætti þá í stjórn félagsins. Þar sat hann fyrir hönd hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi United Silicon í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins. Stofnendur United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, og hollenska fyrirtækið, eru því ekki lengur hluthafar í verksmiðjunni. Hin 1,87 prósentin í félaginu eru í eigu Kastalabrekku ehf. en eigandi þess er lögmannsstofan Veritas lögmenn. Þar starfar Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, hálfbróðir Magnúsar, sem átti þátt í stofnun United Silicon. Arion, stærsti lánveitandi kísilversins, sem er með um átta milljarða króna útistandandi vegna þess, gekk fyrr í september að veðum og tók yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu Bit Fondel, tengdra félaga og annarra stofnenda United. Þeir fimm lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13 prósent af hlutafé kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta var niðurstaða hluthafafundar félagsins sem fór fram í gær. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson, starfsmaður Arion banka, kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa áfram stjórnina þau Jakob Bjarnason, stjórnarformaður United Silicon, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar, hætti þá í stjórn félagsins. Þar sat hann fyrir hönd hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi United Silicon í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins. Stofnendur United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, og hollenska fyrirtækið, eru því ekki lengur hluthafar í verksmiðjunni. Hin 1,87 prósentin í félaginu eru í eigu Kastalabrekku ehf. en eigandi þess er lögmannsstofan Veritas lögmenn. Þar starfar Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, hálfbróðir Magnúsar, sem átti þátt í stofnun United Silicon. Arion, stærsti lánveitandi kísilversins, sem er með um átta milljarða króna útistandandi vegna þess, gekk fyrr í september að veðum og tók yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu Bit Fondel, tengdra félaga og annarra stofnenda United. Þeir fimm lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara.
Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58