Arion og lífeyrissjóðirnir taka yfir 98% í United Silicon Haraldur Guðmundsson skrifar 20. september 2017 15:00 United Silicon er í greiðslustöðvun. Vísir/Vilhelm Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13 prósent af hlutafé kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta var niðurstaða hluthafafundar félagsins sem fór fram í gær. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson, starfsmaður Arion banka, kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa áfram stjórnina þau Jakob Bjarnason, stjórnarformaður United Silicon, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar, hætti þá í stjórn félagsins. Þar sat hann fyrir hönd hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi United Silicon í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins. Stofnendur United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, og hollenska fyrirtækið, eru því ekki lengur hluthafar í verksmiðjunni. Hin 1,87 prósentin í félaginu eru í eigu Kastalabrekku ehf. en eigandi þess er lögmannsstofan Veritas lögmenn. Þar starfar Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, hálfbróðir Magnúsar, sem átti þátt í stofnun United Silicon. Arion, stærsti lánveitandi kísilversins, sem er með um átta milljarða króna útistandandi vegna þess, gekk fyrr í september að veðum og tók yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu Bit Fondel, tengdra félaga og annarra stofnenda United. Þeir fimm lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira
Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13 prósent af hlutafé kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta var niðurstaða hluthafafundar félagsins sem fór fram í gær. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson, starfsmaður Arion banka, kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa áfram stjórnina þau Jakob Bjarnason, stjórnarformaður United Silicon, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar, hætti þá í stjórn félagsins. Þar sat hann fyrir hönd hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi United Silicon í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins. Stofnendur United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, og hollenska fyrirtækið, eru því ekki lengur hluthafar í verksmiðjunni. Hin 1,87 prósentin í félaginu eru í eigu Kastalabrekku ehf. en eigandi þess er lögmannsstofan Veritas lögmenn. Þar starfar Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, hálfbróðir Magnúsar, sem átti þátt í stofnun United Silicon. Arion, stærsti lánveitandi kísilversins, sem er með um átta milljarða króna útistandandi vegna þess, gekk fyrr í september að veðum og tók yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu Bit Fondel, tengdra félaga og annarra stofnenda United. Þeir fimm lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara.
Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira
Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58