„Heimskulega“ samkomulaginu ýtt úr vör Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2017 07:45 Donald Trump og Malcolm Turnbull áttu eitt eftirminnilegasta símtal ársins. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið. Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið.
Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46
Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22
Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03