„Heimskulega“ samkomulaginu ýtt úr vör Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2017 07:45 Donald Trump og Malcolm Turnbull áttu eitt eftirminnilegasta símtal ársins. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið. Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið.
Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46
Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22
Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03