Sjá einnig: Mikil spenna á Spáni
Sjálfstæðissinnar hafa þó gripið til sinna ráða og Vísir greindi meðal annars frá því í dag að bændur hafi fjölmennt á dráttarvélum í Barselóna og veifað kjörseðlum og fána Katalóníu.
Þá hefur stór hópur sjálfstæðissinna komið sér fyrir í skólum sem verða notaðir sem kjörstaðir á kjördag. Mikill hluti þeirra eru foreldrar sem sóttu börn sín í skólann á föstudaginn en yfirgáfu ekki húsnæðið. Lögreglu hefur verið falið að verkefni að rýma skólana.
„Þeir [lögreglumennirnir] lesa upp fyrir okkur dómsúrskurð sem í segir að allur undirbúningur fyrir kosningarnar sé ólöglegur,“ sagði einn viðmælenda fréttastofunnar Reuters sem ætlar sér að halda til í skólabyggingu í nótt.
Katalónar hafa barist fyrir sjálfstæði um árabil og benda kannanir til þess að meirihluti kjósenda taki afstöðu með sjálfstæði frá Spánverjum. Katalónar hafa sitt eigið tungumál og efnahagur héraðsins er sterkari en víðast hvar á Spáni.
Mikil umræða er um málið á Twitter en þar hefur meðal annars verið bent á afleiðingar sjálfstæðis Katalóníu fyrir Evrópusambandið.
I've not seen this kind of uprising since I was in Berlin in 1989. Not sure #EU has woken up to significance of #CatalonianReferendum pic.twitter.com/lyzL6CVaI1
— Roger Casale (@rogercasale) September 30, 2017
Tomorrow #Kurdistan supports Catalonia. #CatalonianReferendum pic.twitter.com/88Spr562zt
— Sarwan Barzani (@Sarwan_barzanii) September 30, 2017
Repression against #CatalonianReferendum is a disgrace. Get informed: https://t.co/BcmyyjdeZA
— Naomi Klein (@NaomiAKlein) September 28, 2017
#Bilbao this afternoon in the #BasqueCountry in support to #CatalonianReferendum #1oct #ErabakitzekoAskatasuna #indyref [Proud being Basque] pic.twitter.com/iaKPGWQP8V
— icalzada (@icalzada) September 30, 2017