Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2017 16:52 Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar. vísir/getty Oxford-háskóli hefur fjarlægt málverk af Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma (nú Mjanmar), en verkið prýddi vegg í einni af byggingum skólans. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er aðgerðarleysi Aung San Suu Kyi gagnvart hörmulegri meðferð búrmískra hersins í garð Rohingja-múslima sem hafa í kjölfarið flúið í tugþúsundatali yfir landamærin til Bangladess. Afskiptaleysi Aung San Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Sjá einnig: Tugir Rohingja hafa drukknað á flóttaAung San Suu Kyi var nemi við Oxford-háskóla á árunum 1964 til 1967 en hún lauk þaðan bakkalársgráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún ruddi braut lýðræðissinna í Búrma á síðari hluta níunda áratugarins og leiddi stjórnmálaflokk sinn til sigurs í þingkosningum árið 1990. Suu Kyi var undir miklum áhrifum frá hugsjónum Mahatma Gandhi, fordæmdi ofbeldi og lagði áherslu á friðsamlegar lausnir í ágreiningsmálum. Suu Kyi sat í stofufangelsi í fimmtán ár og hlaut á því tímabili friðarverðlaun Nóbels. Stúdentablað Oxford-háskóla, The Swan, greindi frá því að málverkið af Aung San Suu Kyi hefði verið tekið niður á fimmtudaginn og að fyllt hefði verið upp í skarðið með málverki eftir Yoshihiro Takada. Að sögn Benjamin Jones, talsmanns háskólans, hefur málverkinu af Suu Kyi verið komið fyrir á öruggum stað og mun myndin eftir Takada prýða vegginn tímabundið. Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Oxford-háskóli hefur fjarlægt málverk af Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma (nú Mjanmar), en verkið prýddi vegg í einni af byggingum skólans. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er aðgerðarleysi Aung San Suu Kyi gagnvart hörmulegri meðferð búrmískra hersins í garð Rohingja-múslima sem hafa í kjölfarið flúið í tugþúsundatali yfir landamærin til Bangladess. Afskiptaleysi Aung San Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Sjá einnig: Tugir Rohingja hafa drukknað á flóttaAung San Suu Kyi var nemi við Oxford-háskóla á árunum 1964 til 1967 en hún lauk þaðan bakkalársgráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún ruddi braut lýðræðissinna í Búrma á síðari hluta níunda áratugarins og leiddi stjórnmálaflokk sinn til sigurs í þingkosningum árið 1990. Suu Kyi var undir miklum áhrifum frá hugsjónum Mahatma Gandhi, fordæmdi ofbeldi og lagði áherslu á friðsamlegar lausnir í ágreiningsmálum. Suu Kyi sat í stofufangelsi í fimmtán ár og hlaut á því tímabili friðarverðlaun Nóbels. Stúdentablað Oxford-háskóla, The Swan, greindi frá því að málverkið af Aung San Suu Kyi hefði verið tekið niður á fimmtudaginn og að fyllt hefði verið upp í skarðið með málverki eftir Yoshihiro Takada. Að sögn Benjamin Jones, talsmanns háskólans, hefur málverkinu af Suu Kyi verið komið fyrir á öruggum stað og mun myndin eftir Takada prýða vegginn tímabundið.
Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10
Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55