Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 12:11 Donald Trump er ekki sáttur við ummæli borgarstjóra San Juan. Vísir/GEtty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir íbúum Puerto Rico á Twitter í dag og sagði þá vilja fá allt upp í hendurnar. Neyðarástand ríkir nú á eyjunni sem varð verulega illa úti vegna fellibylsins Maríu sem skall þar á fyrir tíu dögum. Minnst sextán eru látnir og innviði eyjunnar eru í rúst. Þá kennir Trump demókrötum um það að borgarstjóri San Juan hafi gagnrýnt Trump harðlega. „Demókratar eru búnir að segja borgarstjóra San Juan, sem hrósaði mér mjög fyrir einungis nokkrum dögum, að hún verði að vera andstyggileg við Trump. Borgarstjórinn og aðrir í Puerto Rico hafa sýnt mjög slæma stjórnunarhæfileika og hafa ekki getað fengið verkamenn þeirra til að hjálpa. Þeir vilja fá allt upp í hendurnar en þetta ætti að vera samfélagslegt átak. Tíu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú á eyjunni að vinna frábært starf. Herinn og viðbragðsaðilar hafa, þrátt fyrir ekkert rafmagn, enga vegi, síma og fleira, unnið frábært starf. Puerto Rico gereyðilagðist.“The Mayor of San Juan, who was very complimentary only a few days ago, has now been told by the Democrats that you must be nasty to Trump.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...Such poor leadership ability by the Mayor of San Juan, and others in Puerto Rico, who are not able to get their workers to help. They....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...want everything to be done for them when it should be a community effort. 10,000 Federal workers now on Island doing a fantastic job.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The military and first responders, despite no electric, roads, phones etc., have done an amazing job. Puerto Rico was totally destroyed.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þá hefur forsetinn einnig skammast yfir fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um Puerto Rico. Hann sagði þá dekkja myndina og draga úr starfsanda viðbragðsaðila. Trump sagði það ósanngjarnt. Þar að auki sagði forsetinn að hann ætlaði að ferðast til Puerto Rico í næstu viku og að vonandi gæti hann komið við á Jómfrúaeyjum.Fake News CNN and NBC are going out of their way to disparage our great First Responders as a way to "get Trump." Not fair to FR or effort!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The Fake News Networks are working overtime in Puerto Rico doing their best to take the spirit away from our soldiers and first R's. Shame!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 I will be going to Puerto Rico on Tuesday with Melania. Will hopefully be able to stop at the U.S. Virgin Islands (people working hard).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þúsundir íbúa Puerto Rico skortir drykkjarvatn og aðrar nauðsynjar og hafa ekki aðgang að rafmagni né fjarskiptum. Þá er búist við mikilli rigningu nú um helgina og að hún muni hægja enn frekar á því hjálparstarfi sem á sér stað. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögðin vegna hamfaranna í Puerto Rico. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda Trump.Sjá einnig: „Þið eruð að drepa okkur“Meðal þess sem Trump hefur verið gagnrýndur er að setja hjálparstarf í samhengi við skuldir eyjunnar og það hve ríkið virðist hafa brugðist mun betur við þegar Harvey og Irma skullu á Texas og Flórída. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir íbúum Puerto Rico á Twitter í dag og sagði þá vilja fá allt upp í hendurnar. Neyðarástand ríkir nú á eyjunni sem varð verulega illa úti vegna fellibylsins Maríu sem skall þar á fyrir tíu dögum. Minnst sextán eru látnir og innviði eyjunnar eru í rúst. Þá kennir Trump demókrötum um það að borgarstjóri San Juan hafi gagnrýnt Trump harðlega. „Demókratar eru búnir að segja borgarstjóra San Juan, sem hrósaði mér mjög fyrir einungis nokkrum dögum, að hún verði að vera andstyggileg við Trump. Borgarstjórinn og aðrir í Puerto Rico hafa sýnt mjög slæma stjórnunarhæfileika og hafa ekki getað fengið verkamenn þeirra til að hjálpa. Þeir vilja fá allt upp í hendurnar en þetta ætti að vera samfélagslegt átak. Tíu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú á eyjunni að vinna frábært starf. Herinn og viðbragðsaðilar hafa, þrátt fyrir ekkert rafmagn, enga vegi, síma og fleira, unnið frábært starf. Puerto Rico gereyðilagðist.“The Mayor of San Juan, who was very complimentary only a few days ago, has now been told by the Democrats that you must be nasty to Trump.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...Such poor leadership ability by the Mayor of San Juan, and others in Puerto Rico, who are not able to get their workers to help. They....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...want everything to be done for them when it should be a community effort. 10,000 Federal workers now on Island doing a fantastic job.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The military and first responders, despite no electric, roads, phones etc., have done an amazing job. Puerto Rico was totally destroyed.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þá hefur forsetinn einnig skammast yfir fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um Puerto Rico. Hann sagði þá dekkja myndina og draga úr starfsanda viðbragðsaðila. Trump sagði það ósanngjarnt. Þar að auki sagði forsetinn að hann ætlaði að ferðast til Puerto Rico í næstu viku og að vonandi gæti hann komið við á Jómfrúaeyjum.Fake News CNN and NBC are going out of their way to disparage our great First Responders as a way to "get Trump." Not fair to FR or effort!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The Fake News Networks are working overtime in Puerto Rico doing their best to take the spirit away from our soldiers and first R's. Shame!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 I will be going to Puerto Rico on Tuesday with Melania. Will hopefully be able to stop at the U.S. Virgin Islands (people working hard).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þúsundir íbúa Puerto Rico skortir drykkjarvatn og aðrar nauðsynjar og hafa ekki aðgang að rafmagni né fjarskiptum. Þá er búist við mikilli rigningu nú um helgina og að hún muni hægja enn frekar á því hjálparstarfi sem á sér stað. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögðin vegna hamfaranna í Puerto Rico. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda Trump.Sjá einnig: „Þið eruð að drepa okkur“Meðal þess sem Trump hefur verið gagnrýndur er að setja hjálparstarf í samhengi við skuldir eyjunnar og það hve ríkið virðist hafa brugðist mun betur við þegar Harvey og Irma skullu á Texas og Flórída.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira