Meirihluti kýs að öllum líkindum sjálfstæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Dráttarvélalest ók inn í Barcelona til þess að hvetja borgara til þess að kjósa. Nordicphotos/AFP Nærri öruggt þykir að meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar Katalónar ganga til kosninga á morgun. Er það vegna þess að flokkar sem andvígir eru sjálfstæði, og hafa um fjörutíu prósent þingsæta, hafa hvatt stuðningsmenn sína til að sniðganga kosningarnar. Lítið er um skoðanakannanir í málinu en sú nýjasta sem Fréttablaðið fann birtist á katalónsku fréttasíðunni Ara þann 16. september síðastliðinn. Sögðust 44,1 prósent vilja sjálfstæði en 38,1 prósent ekki. Spánverjar hafa ítrekað lýst því yfir að kosningar morgundagsins séu ólöglegar og verða niðurstöður kosninganna því ekki virtar. Jafnframt hafa Spánverjar sent þúsundir lögreglumanna til Katalóníu og hefur lögreglu verið skipað að gera öll kjörgögn upptæk. Katalónar halda hins vegar ótrauðir áfram og reyna sjálfstæðissinnar að verja kosningarnar. Til að mynda keyrði dráttarvélalest inn í höfuðborgina Barcelona í gær og veifuðu bændurnir sem óku vélunum kjörseðlum og fána Katalóníu til þess að hvetja fólk til þess að mæta á kjörstað. Bændurnir ætla sér að leggja dráttarvélum sínum fyrir utan kjörstaði víðs vegar um borgina á morgun. Hyggjast þeir gera það í þeim tilgangi að hindra aðgerðir lögreglu svo hún geti ekki gert kjörgögn upptæk. Í ljósi sniðgöngu sambandssinna og aðgerða lögreglu má búast við því að kjörsókn verði dræm en, eins og áður segir, stórsigri sjálfstæðissinna. Samkvæmt katalónskum lögum er yfirvöldum héraðsins heimilt að lýsa yfir sjálfstæði allt að 48 klukkustundum eftir að niðurstöður kosninganna koma í ljós. Carles Puidgemont, forseti Katalóníu, sagði við BBC að ekki væri útilokað að sjálfstæði yrði ekki lýst yfir. „Ef til vill reynum við að setjast niður með spænsku ríkisstjórninni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Nærri öruggt þykir að meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar Katalónar ganga til kosninga á morgun. Er það vegna þess að flokkar sem andvígir eru sjálfstæði, og hafa um fjörutíu prósent þingsæta, hafa hvatt stuðningsmenn sína til að sniðganga kosningarnar. Lítið er um skoðanakannanir í málinu en sú nýjasta sem Fréttablaðið fann birtist á katalónsku fréttasíðunni Ara þann 16. september síðastliðinn. Sögðust 44,1 prósent vilja sjálfstæði en 38,1 prósent ekki. Spánverjar hafa ítrekað lýst því yfir að kosningar morgundagsins séu ólöglegar og verða niðurstöður kosninganna því ekki virtar. Jafnframt hafa Spánverjar sent þúsundir lögreglumanna til Katalóníu og hefur lögreglu verið skipað að gera öll kjörgögn upptæk. Katalónar halda hins vegar ótrauðir áfram og reyna sjálfstæðissinnar að verja kosningarnar. Til að mynda keyrði dráttarvélalest inn í höfuðborgina Barcelona í gær og veifuðu bændurnir sem óku vélunum kjörseðlum og fána Katalóníu til þess að hvetja fólk til þess að mæta á kjörstað. Bændurnir ætla sér að leggja dráttarvélum sínum fyrir utan kjörstaði víðs vegar um borgina á morgun. Hyggjast þeir gera það í þeim tilgangi að hindra aðgerðir lögreglu svo hún geti ekki gert kjörgögn upptæk. Í ljósi sniðgöngu sambandssinna og aðgerða lögreglu má búast við því að kjörsókn verði dræm en, eins og áður segir, stórsigri sjálfstæðissinna. Samkvæmt katalónskum lögum er yfirvöldum héraðsins heimilt að lýsa yfir sjálfstæði allt að 48 klukkustundum eftir að niðurstöður kosninganna koma í ljós. Carles Puidgemont, forseti Katalóníu, sagði við BBC að ekki væri útilokað að sjálfstæði yrði ekki lýst yfir. „Ef til vill reynum við að setjast niður með spænsku ríkisstjórninni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira