Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum.
Vegagerðin vísaði til þess að þjóðvegir séu opnir almennri umferð og að Vegagerðin, sem vegahaldari, hafi ekki veitt heimild til gjaldtöku fyrir notkun á þessum vegi.
Lögreglan varð við þessari beiðni en í tilkynningunni kemur fram að lögreglustjóri telji þessa gjaldtöku til þess fallna að skapa verulega hættu við þjóðveginn svo ekki verði við unað.