Spekúlantinn á Degi myndlistar Ófeigur Sigurðsson skrifar 9. október 2017 11:15 Björn Th Björnsson taldi listina nákvæmustu loftvog þjóðfélagslegra hræringa, þannig að með því að banka í glerið mætti lesa af listinni loftþrýstinginn í samfélaginu; sjá ástandið eins og það er í dag og spá fyrir um hvernig það muni verða. Listin spegli uppgang, stöðnun eða hnignun á mjög áþreifanlegan hátt, það sjáist í efnisvali og framsetningu hugmynda, hvort tjáningin sé tilfinningalega yfirspennt eða formlega ofhlaðin, til dæmis hvort gróskan sé horfin og leikgleðin, og aðeins kunnátta og handbragð sitji eftir. Og skalinn er stór í þessum lofthjúpi mannlegrar tjáningar, allt frá hvassviðri til blíðviðris, en þess á milli megi alltaf búast við regni, óstöðugu veðri eða þurrki. Listin er okkar andlega veðurspá og táknrænn spegill og ágætt að banka í glerið endrum og sinnum, lesa á mælinn og undirbúa morgundaginn. Og það krefst líka þjálfunar og kunnáttu að gá til veðurs, lesa í skýin og birtubrigðin, og er eftilvill deyjandi list. Áður fyrr var himinninn spegill fram í tímann og kallað speglasjón að skoða næturhimininn til þess að lesa af því sem væri að gerast á jörðu niðri. Orðið spegill er íslensk mynd af latneska heitinu speculum, og orðið spekúlasjón eða speglasjón þaðan dregin, sem merkir upprunanlega að skanna himininn með speglum. Spekúlantinn spekúlerar í speglinum, veltir vöngum og dregur ályktanir úr þessari ókunnu vídd og skapar þekkingu. Og það er einmitt það sem myndlistarverk ætlast til af áhorfanda sínum eða spekúlanti, hvort sem það er af frekju eða auðmýkt, í hvassviðri eða blíðviðri, í háum eða lágum loftþrýstingi, verkið vill að spekúlantinn horfi í þennan spegil sem getur verið svo ófyrirsjáanlegur og vægðarlaus. Spekúlantinn veigrar sér oft að líta í hann af ótta við eigin sjálfsmynd eða samtíma, enda veit hann að í speglinum býr samviskan, einlægnin og sannleikurinn. Og hlutverk listamannsins og spekúlantsins vega salt, báðir bera ábyrgð á því sem birtist í skuggsjánni, speglinum, á þeim hvílir sú þekkingarskylda að tengja okkur við nýja fegurð eða ferskar hugsanir eða áður óþekkt rými, hvort sem það er að leiða okkur inní miðstöðvarkompur raunverunnar eða opna gáttir að sælureitum í öðrum deildum innra með okkur, gefa loforð um hamingju eða kynna deiliskipulag fyrir helvíti. En erindi myndlistarinnar einskorðast ekki við að endurspegla mynd af mannlegri tilvist með beinskeyttum eða táknrænum hætti, heldur er listin miklu meira, hún er sál samfélagsins, sál sem þarf á líkama að halda, og sá líkami eru söfn og sýningarými sem hvorki má svelta né ofala, því heilbrigð sál býr í hraustum líkama. Það er engin synd að skilja ekki myndlist, segir spekúlantinn við spegilinn um leið og hann hnýtir slaufuna og ætlar að fara á myndlistarsýningu, það merkir ekki meira en það, að skilja ekki sjálfan sig, og fæstir botna nokkuð í sjálfum sér hvort eð er. Það er niðurstaða spekúlantsins þennan morgun. Allir geta talað um list en enginn veit hvað list er, hún hrekkur undan öllum skilgreiningum; hún þekkist þegar hún birtist en enginn veit hvar eða hvenær, enginn getur stjórnað henni, hún er algerlega sjálfráð og hlýtur að vera hættuleg. List er stórhættuleg, segir spekúlantinn við sjálfan sig um leið og hann gengur glerfínn uppúr kjallaraíbúðinni sinni út í daginn, því listin rís úr djúpinu. Næmi eða móttækileiki er eina skilyrðið sem listaverk setur spekúlantinum, og hann lofar sjálfum sér að hafa loftnetið uppdregið og opið fyrir allar rásir, núna þegar hann er að fara á sýningu. En spekúlantinn setur aftur á móti verkinu aðeins þau skilyrði á móti að hafa útgeislun og þokka. Það kemur fyrir að verk hafi áru sem veldur djúpstæðu tilfinningalegu óðagoti í spekúlantinum, og þá er hann hamingjusamur. Stundum er nóg að verkið geti borið merkingu, varpi fram spurningum, en fyrir alla muni axli enga ábyrgð, það er ekki í verkahring spegilsins að vera með ábyrgð á öxlunum, segir hann spekingslega við sjálfan sig um leið og hann gengur inná sýninguna. Á vettvangi listarinnar er skilningurinn ekkert númer, hann kemur manni ekki við, hugsar hann, það verður að skapast möguleiki á bergmáli í því innra rými milli verksins og mín, þar verður að vera súrefni í salnum, rétt hitastig og réttur loftþrýstingur. Það er gaman í hvassviðri og þægilegt í blíðviðri, en ekkert jafnast á við umhleypingar. En er listasafnið ekki eins og speglasalur? hugsar spekúlantinn um leið og miðavörðurinn rífur aðgangsmiðann að fortíðinni, samtímanum og framtíðinni; söfnin eru eins og samvitund sem við þekkjumst, eitthvað sem við höfum gengist við varðandi okkur sjálf, eða viljum gangast við, eða ættum að gangast við; hugmyndir sem tengja manneskjurnar stöðugt saman á nýjan hátt, því tíminn sér til þess að spegillinn birti aldrei sömu myndina. Í dag ætla ég að vera opinn, næmur og hugrakkur, segir spekúlantinn við sjálfan sig um leið og hann gengur glaðhlakkalegur með pírð augu inní speglasalinn, lagar slaufuna og segir: Hvað höfum við hér? Oftar en ekki kemur spekúlantinn úrvinda af safni eða sýningu, sér í lagi ef eitthvað verk hefur náð tangarhaldi á hugsun hans, og hann hefur komið auga á sjálfan sig í speglinum. Það er ekkert grín að standa andspænis framvörðum þekkingarinnar, dæsir hann. Eftir góða sýningu verður hann að fara heim og leggja sig á beddanum og leyfa andlega forðanum sem hann hefur safnað að sjatna niður í vitundina. Hann dreymir að ekki sjáist handaskil, samtíminn er allur sveipaður mistri, segir rödd í draumnum, hann fálmar um í blindni og gengur í hringi, bankar í gler sem er splundraður stjörnuhiminn. Þá vaknar hann og hugsar: Myndlistin er kort af þoku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Björn Th Björnsson taldi listina nákvæmustu loftvog þjóðfélagslegra hræringa, þannig að með því að banka í glerið mætti lesa af listinni loftþrýstinginn í samfélaginu; sjá ástandið eins og það er í dag og spá fyrir um hvernig það muni verða. Listin spegli uppgang, stöðnun eða hnignun á mjög áþreifanlegan hátt, það sjáist í efnisvali og framsetningu hugmynda, hvort tjáningin sé tilfinningalega yfirspennt eða formlega ofhlaðin, til dæmis hvort gróskan sé horfin og leikgleðin, og aðeins kunnátta og handbragð sitji eftir. Og skalinn er stór í þessum lofthjúpi mannlegrar tjáningar, allt frá hvassviðri til blíðviðris, en þess á milli megi alltaf búast við regni, óstöðugu veðri eða þurrki. Listin er okkar andlega veðurspá og táknrænn spegill og ágætt að banka í glerið endrum og sinnum, lesa á mælinn og undirbúa morgundaginn. Og það krefst líka þjálfunar og kunnáttu að gá til veðurs, lesa í skýin og birtubrigðin, og er eftilvill deyjandi list. Áður fyrr var himinninn spegill fram í tímann og kallað speglasjón að skoða næturhimininn til þess að lesa af því sem væri að gerast á jörðu niðri. Orðið spegill er íslensk mynd af latneska heitinu speculum, og orðið spekúlasjón eða speglasjón þaðan dregin, sem merkir upprunanlega að skanna himininn með speglum. Spekúlantinn spekúlerar í speglinum, veltir vöngum og dregur ályktanir úr þessari ókunnu vídd og skapar þekkingu. Og það er einmitt það sem myndlistarverk ætlast til af áhorfanda sínum eða spekúlanti, hvort sem það er af frekju eða auðmýkt, í hvassviðri eða blíðviðri, í háum eða lágum loftþrýstingi, verkið vill að spekúlantinn horfi í þennan spegil sem getur verið svo ófyrirsjáanlegur og vægðarlaus. Spekúlantinn veigrar sér oft að líta í hann af ótta við eigin sjálfsmynd eða samtíma, enda veit hann að í speglinum býr samviskan, einlægnin og sannleikurinn. Og hlutverk listamannsins og spekúlantsins vega salt, báðir bera ábyrgð á því sem birtist í skuggsjánni, speglinum, á þeim hvílir sú þekkingarskylda að tengja okkur við nýja fegurð eða ferskar hugsanir eða áður óþekkt rými, hvort sem það er að leiða okkur inní miðstöðvarkompur raunverunnar eða opna gáttir að sælureitum í öðrum deildum innra með okkur, gefa loforð um hamingju eða kynna deiliskipulag fyrir helvíti. En erindi myndlistarinnar einskorðast ekki við að endurspegla mynd af mannlegri tilvist með beinskeyttum eða táknrænum hætti, heldur er listin miklu meira, hún er sál samfélagsins, sál sem þarf á líkama að halda, og sá líkami eru söfn og sýningarými sem hvorki má svelta né ofala, því heilbrigð sál býr í hraustum líkama. Það er engin synd að skilja ekki myndlist, segir spekúlantinn við spegilinn um leið og hann hnýtir slaufuna og ætlar að fara á myndlistarsýningu, það merkir ekki meira en það, að skilja ekki sjálfan sig, og fæstir botna nokkuð í sjálfum sér hvort eð er. Það er niðurstaða spekúlantsins þennan morgun. Allir geta talað um list en enginn veit hvað list er, hún hrekkur undan öllum skilgreiningum; hún þekkist þegar hún birtist en enginn veit hvar eða hvenær, enginn getur stjórnað henni, hún er algerlega sjálfráð og hlýtur að vera hættuleg. List er stórhættuleg, segir spekúlantinn við sjálfan sig um leið og hann gengur glerfínn uppúr kjallaraíbúðinni sinni út í daginn, því listin rís úr djúpinu. Næmi eða móttækileiki er eina skilyrðið sem listaverk setur spekúlantinum, og hann lofar sjálfum sér að hafa loftnetið uppdregið og opið fyrir allar rásir, núna þegar hann er að fara á sýningu. En spekúlantinn setur aftur á móti verkinu aðeins þau skilyrði á móti að hafa útgeislun og þokka. Það kemur fyrir að verk hafi áru sem veldur djúpstæðu tilfinningalegu óðagoti í spekúlantinum, og þá er hann hamingjusamur. Stundum er nóg að verkið geti borið merkingu, varpi fram spurningum, en fyrir alla muni axli enga ábyrgð, það er ekki í verkahring spegilsins að vera með ábyrgð á öxlunum, segir hann spekingslega við sjálfan sig um leið og hann gengur inná sýninguna. Á vettvangi listarinnar er skilningurinn ekkert númer, hann kemur manni ekki við, hugsar hann, það verður að skapast möguleiki á bergmáli í því innra rými milli verksins og mín, þar verður að vera súrefni í salnum, rétt hitastig og réttur loftþrýstingur. Það er gaman í hvassviðri og þægilegt í blíðviðri, en ekkert jafnast á við umhleypingar. En er listasafnið ekki eins og speglasalur? hugsar spekúlantinn um leið og miðavörðurinn rífur aðgangsmiðann að fortíðinni, samtímanum og framtíðinni; söfnin eru eins og samvitund sem við þekkjumst, eitthvað sem við höfum gengist við varðandi okkur sjálf, eða viljum gangast við, eða ættum að gangast við; hugmyndir sem tengja manneskjurnar stöðugt saman á nýjan hátt, því tíminn sér til þess að spegillinn birti aldrei sömu myndina. Í dag ætla ég að vera opinn, næmur og hugrakkur, segir spekúlantinn við sjálfan sig um leið og hann gengur glaðhlakkalegur með pírð augu inní speglasalinn, lagar slaufuna og segir: Hvað höfum við hér? Oftar en ekki kemur spekúlantinn úrvinda af safni eða sýningu, sér í lagi ef eitthvað verk hefur náð tangarhaldi á hugsun hans, og hann hefur komið auga á sjálfan sig í speglinum. Það er ekkert grín að standa andspænis framvörðum þekkingarinnar, dæsir hann. Eftir góða sýningu verður hann að fara heim og leggja sig á beddanum og leyfa andlega forðanum sem hann hefur safnað að sjatna niður í vitundina. Hann dreymir að ekki sjáist handaskil, samtíminn er allur sveipaður mistri, segir rödd í draumnum, hann fálmar um í blindni og gengur í hringi, bankar í gler sem er splundraður stjörnuhiminn. Þá vaknar hann og hugsar: Myndlistin er kort af þoku.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun