Varaforsetinn gekk út af fótboltaleik vegna mótmæla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. október 2017 22:38 Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Vísir/Getty Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, gekk út af leik í NFL deildinni í dag eftir að nokkrir leikmenn neituðu að standa upp þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Frá þessu greindi Pence á Twitter síðu sinni í dag. Um var að ræða leik í heimaríki hans, Indiana og léku Indianapolis Colts á móti San Francisco 49ers. Donald Trump bandaríkjaforseti sagði sjálfur á Twitter að hann hefði beðið varaforsetann að fara ef leikmenn neituðu að standa upp í þjóðsöngnum og sagðist vera stoltur af Pence. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst ekki til of mikils ætlast að NFL leikmenn beri virðingu fyrir fánanum,“ skrifaði Pence.I stand with @POTUS Trump, I stand with our soldiers, and I will always stand for our Flag and our National Anthem. pic.twitter.com/B0zP5M41MQ— Vice President Pence (@VP) October 8, 2017 I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Leikmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur margir hverjir neitað að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans. Tengdar fréttir Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45 Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, gekk út af leik í NFL deildinni í dag eftir að nokkrir leikmenn neituðu að standa upp þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Frá þessu greindi Pence á Twitter síðu sinni í dag. Um var að ræða leik í heimaríki hans, Indiana og léku Indianapolis Colts á móti San Francisco 49ers. Donald Trump bandaríkjaforseti sagði sjálfur á Twitter að hann hefði beðið varaforsetann að fara ef leikmenn neituðu að standa upp í þjóðsöngnum og sagðist vera stoltur af Pence. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst ekki til of mikils ætlast að NFL leikmenn beri virðingu fyrir fánanum,“ skrifaði Pence.I stand with @POTUS Trump, I stand with our soldiers, and I will always stand for our Flag and our National Anthem. pic.twitter.com/B0zP5M41MQ— Vice President Pence (@VP) October 8, 2017 I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Leikmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur margir hverjir neitað að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans.
Tengdar fréttir Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45 Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45
Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21
Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30