Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2017 20:48 Séð frá Skeiðarárbrú til Öræfajökuls. Núverandi hringvegur beygir til vinstri til Skaftafells en áformað er að nýr vegarkafli beygi til hægri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30