Kvennalið Njarðvíkur í körfubolta hefur sagt upp samningi við hina bandarísku Eriku Williams.
Þessar fréttir koma ekki á óvart en Williams gat lítið í leikjunum tveimur sem hún spilaði með Njarðvík í Domino's deildinni.
Williams skoraði aðeins níu stig þegar Njarðvík steinlá fyrir Haukum, 67-28, í gær. Í tapinu fyrir Skallagrími í 1. umferðinni skoraði Williams einungis tvö stig og var því með samtals 11 stig í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins.
Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni á miðvikudaginn. Á heimasíðu Njarðvíkinga segir að óvíst sé hvort nýr bandarískur leikmaður verði kominn í tæka tíð fyrir leikinn.
Williams er annar Bandaríkjamaðurinn sem fær reisupassann í dag en karlalið Hauka sendi Roger Woods heim fyrr í dag.
