Forsætisráðherra faldi málsvörn ritstjóra Stundarinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. október 2017 21:48 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Aðsend/Vísir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47