Katrín Jakobsdóttir setti landsfund flokksins á Grand hótel í gær.Vísir/Ernir Eyjólfsson
Landsfundur Vinstri grænna sem hófst í gær heldur áfram á Grand hótel í Reykjavík í dag. Atkvæðagreiðsla um nýjan varaformann flokksins fer fram síðar í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.
Varaformannskosningin hefst klukkan 14:00 en Björn Valur Gíslason, fráfarandi varaformaður flokksins, sækist ekki eftir endurkjöri. Tveir hafa lýst yfir framboði til varaformanns. Það eru þeir Edward Hákon Huijbens, varabæjarfulltrúi á Akureyri og prófessor við Háskólann á Akureyri og Óli Halldórsson, formaður byggðarrráðs Norðurþings og framvæmdastjóri Þekkingaseturs Þingeyinga.