Aron Einar: Alveg sama þó hann skori ekki, hann er töffari Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira