Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. október 2017 06:00 Orkuveita Reykjavíkur seldi höfuðstöðvarnar á 5,1 milljarð árið 2013 og leigja þær af Fossi. Vísir/Vilhelm Ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa velt upp í tengslum við vandann sem blasir við vegna skemmda á vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins er að kaupa húsið aftur. Endurkaup gætu verið forsenda þess að hrinda sumum valkostanna sem í boði eru til endurbóta í framkvæmd. Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þann 24. ágúst síðastliðinn kynnti Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, m.a. hugmyndir um möguleg endurkaup OR á fasteigninni að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Daginn eftir stjórnarfundinn, þann 25. ágúst, hélt Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að vesturhús höfuðstöðvanna væri afar illa farið vegna rakaskemmda. Á fundinum voru kynntir sex valkostir að úrbótum sem áætlað er að kosti frá 1,5 upp í allt að þrjá milljarða króna. Þetta eru leiðir sem skipta má í lagfæringu, endurbyggingu útveggja eða að rífa húsið að hluta. Á fundinum var þó ekki minnst á möguleikann á að kaupa húsið aftur. Þess kann þó að vera þörf.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi höfuðstöðvar sínar árið 2013 á 5,1 milljarð króna til Foss fasteignafélags slhf. sem stofnað var sérstaklega utan um fasteignirnar að Bæjarhálsi og er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða. Salan var hluti af Planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR sem síðan leigir höfuðstöðvarnar af Fossi til 20 ára. Í samkomulaginu er kveðið á um þann möguleika að kaupa fasteignirnar aftur eftir 10 ár af samningstímanum og aftur eftir 20 ár. Nú hafa þær hugmyndir verið til skoðunar hvort hægt væri að kaupa húsið jafnvel fyrr. „OR hefur endurkauparétt á húseignunum við Bæjarháls. Hann hefur komið til umræðu í tengslum við þann vanda sem blasir við,“ segir Ingvar. Hann segir að ákvörðun um aðgerðir vegna galla og skemmda á vesturhúsinu verði ekki teknar nema í nánu samráði við eigendur húsanna. Engin tillaga hafi þó verið lögð fram né ákvarðanir teknar. „Í lausnunum felst að við erum ekki að fara að gera mikið fyrir hús sem við eigum ekki. Því höfum við varpað því fram hvort skynsamlegt sé að kaupa húsið en þetta er algjörlega á hugmyndastigi enn þá,“ segir Ingvar. Aðspurður telur hann að gróflega megi áætla að það gæti kostað um 5,5 milljarða að kaupa húsið aftur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Sjá meira
Ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa velt upp í tengslum við vandann sem blasir við vegna skemmda á vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins er að kaupa húsið aftur. Endurkaup gætu verið forsenda þess að hrinda sumum valkostanna sem í boði eru til endurbóta í framkvæmd. Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þann 24. ágúst síðastliðinn kynnti Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, m.a. hugmyndir um möguleg endurkaup OR á fasteigninni að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Daginn eftir stjórnarfundinn, þann 25. ágúst, hélt Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að vesturhús höfuðstöðvanna væri afar illa farið vegna rakaskemmda. Á fundinum voru kynntir sex valkostir að úrbótum sem áætlað er að kosti frá 1,5 upp í allt að þrjá milljarða króna. Þetta eru leiðir sem skipta má í lagfæringu, endurbyggingu útveggja eða að rífa húsið að hluta. Á fundinum var þó ekki minnst á möguleikann á að kaupa húsið aftur. Þess kann þó að vera þörf.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi höfuðstöðvar sínar árið 2013 á 5,1 milljarð króna til Foss fasteignafélags slhf. sem stofnað var sérstaklega utan um fasteignirnar að Bæjarhálsi og er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða. Salan var hluti af Planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR sem síðan leigir höfuðstöðvarnar af Fossi til 20 ára. Í samkomulaginu er kveðið á um þann möguleika að kaupa fasteignirnar aftur eftir 10 ár af samningstímanum og aftur eftir 20 ár. Nú hafa þær hugmyndir verið til skoðunar hvort hægt væri að kaupa húsið jafnvel fyrr. „OR hefur endurkauparétt á húseignunum við Bæjarháls. Hann hefur komið til umræðu í tengslum við þann vanda sem blasir við,“ segir Ingvar. Hann segir að ákvörðun um aðgerðir vegna galla og skemmda á vesturhúsinu verði ekki teknar nema í nánu samráði við eigendur húsanna. Engin tillaga hafi þó verið lögð fram né ákvarðanir teknar. „Í lausnunum felst að við erum ekki að fara að gera mikið fyrir hús sem við eigum ekki. Því höfum við varpað því fram hvort skynsamlegt sé að kaupa húsið en þetta er algjörlega á hugmyndastigi enn þá,“ segir Ingvar. Aðspurður telur hann að gróflega megi áætla að það gæti kostað um 5,5 milljarða að kaupa húsið aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Sjá meira