Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. október 2017 06:00 Orkuveita Reykjavíkur seldi höfuðstöðvarnar á 5,1 milljarð árið 2013 og leigja þær af Fossi. Vísir/Vilhelm Ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa velt upp í tengslum við vandann sem blasir við vegna skemmda á vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins er að kaupa húsið aftur. Endurkaup gætu verið forsenda þess að hrinda sumum valkostanna sem í boði eru til endurbóta í framkvæmd. Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þann 24. ágúst síðastliðinn kynnti Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, m.a. hugmyndir um möguleg endurkaup OR á fasteigninni að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Daginn eftir stjórnarfundinn, þann 25. ágúst, hélt Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að vesturhús höfuðstöðvanna væri afar illa farið vegna rakaskemmda. Á fundinum voru kynntir sex valkostir að úrbótum sem áætlað er að kosti frá 1,5 upp í allt að þrjá milljarða króna. Þetta eru leiðir sem skipta má í lagfæringu, endurbyggingu útveggja eða að rífa húsið að hluta. Á fundinum var þó ekki minnst á möguleikann á að kaupa húsið aftur. Þess kann þó að vera þörf.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi höfuðstöðvar sínar árið 2013 á 5,1 milljarð króna til Foss fasteignafélags slhf. sem stofnað var sérstaklega utan um fasteignirnar að Bæjarhálsi og er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða. Salan var hluti af Planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR sem síðan leigir höfuðstöðvarnar af Fossi til 20 ára. Í samkomulaginu er kveðið á um þann möguleika að kaupa fasteignirnar aftur eftir 10 ár af samningstímanum og aftur eftir 20 ár. Nú hafa þær hugmyndir verið til skoðunar hvort hægt væri að kaupa húsið jafnvel fyrr. „OR hefur endurkauparétt á húseignunum við Bæjarháls. Hann hefur komið til umræðu í tengslum við þann vanda sem blasir við,“ segir Ingvar. Hann segir að ákvörðun um aðgerðir vegna galla og skemmda á vesturhúsinu verði ekki teknar nema í nánu samráði við eigendur húsanna. Engin tillaga hafi þó verið lögð fram né ákvarðanir teknar. „Í lausnunum felst að við erum ekki að fara að gera mikið fyrir hús sem við eigum ekki. Því höfum við varpað því fram hvort skynsamlegt sé að kaupa húsið en þetta er algjörlega á hugmyndastigi enn þá,“ segir Ingvar. Aðspurður telur hann að gróflega megi áætla að það gæti kostað um 5,5 milljarða að kaupa húsið aftur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa velt upp í tengslum við vandann sem blasir við vegna skemmda á vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins er að kaupa húsið aftur. Endurkaup gætu verið forsenda þess að hrinda sumum valkostanna sem í boði eru til endurbóta í framkvæmd. Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þann 24. ágúst síðastliðinn kynnti Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, m.a. hugmyndir um möguleg endurkaup OR á fasteigninni að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Daginn eftir stjórnarfundinn, þann 25. ágúst, hélt Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að vesturhús höfuðstöðvanna væri afar illa farið vegna rakaskemmda. Á fundinum voru kynntir sex valkostir að úrbótum sem áætlað er að kosti frá 1,5 upp í allt að þrjá milljarða króna. Þetta eru leiðir sem skipta má í lagfæringu, endurbyggingu útveggja eða að rífa húsið að hluta. Á fundinum var þó ekki minnst á möguleikann á að kaupa húsið aftur. Þess kann þó að vera þörf.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi höfuðstöðvar sínar árið 2013 á 5,1 milljarð króna til Foss fasteignafélags slhf. sem stofnað var sérstaklega utan um fasteignirnar að Bæjarhálsi og er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða. Salan var hluti af Planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR sem síðan leigir höfuðstöðvarnar af Fossi til 20 ára. Í samkomulaginu er kveðið á um þann möguleika að kaupa fasteignirnar aftur eftir 10 ár af samningstímanum og aftur eftir 20 ár. Nú hafa þær hugmyndir verið til skoðunar hvort hægt væri að kaupa húsið jafnvel fyrr. „OR hefur endurkauparétt á húseignunum við Bæjarháls. Hann hefur komið til umræðu í tengslum við þann vanda sem blasir við,“ segir Ingvar. Hann segir að ákvörðun um aðgerðir vegna galla og skemmda á vesturhúsinu verði ekki teknar nema í nánu samráði við eigendur húsanna. Engin tillaga hafi þó verið lögð fram né ákvarðanir teknar. „Í lausnunum felst að við erum ekki að fara að gera mikið fyrir hús sem við eigum ekki. Því höfum við varpað því fram hvort skynsamlegt sé að kaupa húsið en þetta er algjörlega á hugmyndastigi enn þá,“ segir Ingvar. Aðspurður telur hann að gróflega megi áætla að það gæti kostað um 5,5 milljarða að kaupa húsið aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira