Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. Öllum Íslendingum hafi verið ljóst að eitthvað alvarlegt væri að gerast í bankakerfinu. "Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum,“ segir Bjarni. Vísir/Ernir Allt frá bankahruni hafa einungis fjórar ákærur verið gefnar út vegna innherjasvika. Tvær þeirra enduðu með því að hinir ákærðu voru dæmdir í Hæstarétti, ein var afturkölluð vegna formgalla og enn ein er til meðferðar fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari (áður sérstakur saksóknari efnahagsbrotamála) segir sönnunarfærslu í innherjasvikamálum erfiða. „Þá þarftu að vera með upplýsingar um tiltekin atriði sem snúa að beitingu innherjaupplýsinga,“ segir Ólafur. Ekki sé nægjanlegt að hafa upplýsingar um að viðkomandi aðili hafi selt tilteknar eignir. Ólafur segist ekkert geta tjáð sig um mál Bjarna eða að hvaða marki það hafi verið rannsakað. Í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni Benediktsson við því að hafa átt eignir í sjóðnum og selt eitthvað dagana fyrir bankahrunið. Hann sagði þó að sig ræki ekki minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli“. Stundin greindi svo frá því í ítarlegri fréttaskýringu í gær að upphæðin næmi 50 milljónum króna og Bjarni hefði selt á fyrstu dögum í október 2008. Þá er rifjað upp í Stundinni að Bjarni hafi setið fund með stjórnendum Glitnis kvöldið áður en tilkynnt var að íslenska ríkið hygðist taka yfir 75 prósent hlut í Glitni þar sem erfið staða bankans var rædd. Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. „Þegar ég óska eftir því að bréf séu seld úr sjóði 9 og færð yfir í sjóði 7 og 5 í bankanum – allt áfram geymt í bankanum – þá liggur fyrir að ríkið hugðist taka 75% stöðu í bankanum. Öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir neinum öðrum leiðum,“ segir Bjarni. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media er unnin í samstarfi við breska blaðið The Guardian. Blaðamaðurinn Jon Henley hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upphaflegri útgáfu hennar og í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði að erfið staða Glitnis hafi verið rædd á fundum efnahags-og skattanefndar þingsins sem Bjarni sat. Ekki er rétt að fundað hafi verið um erfiða stöðu Glitnis í nefndinni og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Allt frá bankahruni hafa einungis fjórar ákærur verið gefnar út vegna innherjasvika. Tvær þeirra enduðu með því að hinir ákærðu voru dæmdir í Hæstarétti, ein var afturkölluð vegna formgalla og enn ein er til meðferðar fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari (áður sérstakur saksóknari efnahagsbrotamála) segir sönnunarfærslu í innherjasvikamálum erfiða. „Þá þarftu að vera með upplýsingar um tiltekin atriði sem snúa að beitingu innherjaupplýsinga,“ segir Ólafur. Ekki sé nægjanlegt að hafa upplýsingar um að viðkomandi aðili hafi selt tilteknar eignir. Ólafur segist ekkert geta tjáð sig um mál Bjarna eða að hvaða marki það hafi verið rannsakað. Í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni Benediktsson við því að hafa átt eignir í sjóðnum og selt eitthvað dagana fyrir bankahrunið. Hann sagði þó að sig ræki ekki minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli“. Stundin greindi svo frá því í ítarlegri fréttaskýringu í gær að upphæðin næmi 50 milljónum króna og Bjarni hefði selt á fyrstu dögum í október 2008. Þá er rifjað upp í Stundinni að Bjarni hafi setið fund með stjórnendum Glitnis kvöldið áður en tilkynnt var að íslenska ríkið hygðist taka yfir 75 prósent hlut í Glitni þar sem erfið staða bankans var rædd. Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. „Þegar ég óska eftir því að bréf séu seld úr sjóði 9 og færð yfir í sjóði 7 og 5 í bankanum – allt áfram geymt í bankanum – þá liggur fyrir að ríkið hugðist taka 75% stöðu í bankanum. Öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir neinum öðrum leiðum,“ segir Bjarni. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media er unnin í samstarfi við breska blaðið The Guardian. Blaðamaðurinn Jon Henley hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upphaflegri útgáfu hennar og í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði að erfið staða Glitnis hafi verið rædd á fundum efnahags-og skattanefndar þingsins sem Bjarni sat. Ekki er rétt að fundað hafi verið um erfiða stöðu Glitnis í nefndinni og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira