Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. Öllum Íslendingum hafi verið ljóst að eitthvað alvarlegt væri að gerast í bankakerfinu. "Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum,“ segir Bjarni. Vísir/Ernir Allt frá bankahruni hafa einungis fjórar ákærur verið gefnar út vegna innherjasvika. Tvær þeirra enduðu með því að hinir ákærðu voru dæmdir í Hæstarétti, ein var afturkölluð vegna formgalla og enn ein er til meðferðar fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari (áður sérstakur saksóknari efnahagsbrotamála) segir sönnunarfærslu í innherjasvikamálum erfiða. „Þá þarftu að vera með upplýsingar um tiltekin atriði sem snúa að beitingu innherjaupplýsinga,“ segir Ólafur. Ekki sé nægjanlegt að hafa upplýsingar um að viðkomandi aðili hafi selt tilteknar eignir. Ólafur segist ekkert geta tjáð sig um mál Bjarna eða að hvaða marki það hafi verið rannsakað. Í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni Benediktsson við því að hafa átt eignir í sjóðnum og selt eitthvað dagana fyrir bankahrunið. Hann sagði þó að sig ræki ekki minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli“. Stundin greindi svo frá því í ítarlegri fréttaskýringu í gær að upphæðin næmi 50 milljónum króna og Bjarni hefði selt á fyrstu dögum í október 2008. Þá er rifjað upp í Stundinni að Bjarni hafi setið fund með stjórnendum Glitnis kvöldið áður en tilkynnt var að íslenska ríkið hygðist taka yfir 75 prósent hlut í Glitni þar sem erfið staða bankans var rædd. Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. „Þegar ég óska eftir því að bréf séu seld úr sjóði 9 og færð yfir í sjóði 7 og 5 í bankanum – allt áfram geymt í bankanum – þá liggur fyrir að ríkið hugðist taka 75% stöðu í bankanum. Öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir neinum öðrum leiðum,“ segir Bjarni. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media er unnin í samstarfi við breska blaðið The Guardian. Blaðamaðurinn Jon Henley hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upphaflegri útgáfu hennar og í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði að erfið staða Glitnis hafi verið rædd á fundum efnahags-og skattanefndar þingsins sem Bjarni sat. Ekki er rétt að fundað hafi verið um erfiða stöðu Glitnis í nefndinni og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Allt frá bankahruni hafa einungis fjórar ákærur verið gefnar út vegna innherjasvika. Tvær þeirra enduðu með því að hinir ákærðu voru dæmdir í Hæstarétti, ein var afturkölluð vegna formgalla og enn ein er til meðferðar fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari (áður sérstakur saksóknari efnahagsbrotamála) segir sönnunarfærslu í innherjasvikamálum erfiða. „Þá þarftu að vera með upplýsingar um tiltekin atriði sem snúa að beitingu innherjaupplýsinga,“ segir Ólafur. Ekki sé nægjanlegt að hafa upplýsingar um að viðkomandi aðili hafi selt tilteknar eignir. Ólafur segist ekkert geta tjáð sig um mál Bjarna eða að hvaða marki það hafi verið rannsakað. Í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni Benediktsson við því að hafa átt eignir í sjóðnum og selt eitthvað dagana fyrir bankahrunið. Hann sagði þó að sig ræki ekki minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli“. Stundin greindi svo frá því í ítarlegri fréttaskýringu í gær að upphæðin næmi 50 milljónum króna og Bjarni hefði selt á fyrstu dögum í október 2008. Þá er rifjað upp í Stundinni að Bjarni hafi setið fund með stjórnendum Glitnis kvöldið áður en tilkynnt var að íslenska ríkið hygðist taka yfir 75 prósent hlut í Glitni þar sem erfið staða bankans var rædd. Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. „Þegar ég óska eftir því að bréf séu seld úr sjóði 9 og færð yfir í sjóði 7 og 5 í bankanum – allt áfram geymt í bankanum – þá liggur fyrir að ríkið hugðist taka 75% stöðu í bankanum. Öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir neinum öðrum leiðum,“ segir Bjarni. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media er unnin í samstarfi við breska blaðið The Guardian. Blaðamaðurinn Jon Henley hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upphaflegri útgáfu hennar og í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði að erfið staða Glitnis hafi verið rædd á fundum efnahags-og skattanefndar þingsins sem Bjarni sat. Ekki er rétt að fundað hafi verið um erfiða stöðu Glitnis í nefndinni og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira