Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum 7. október 2017 06:00 ICAN-liðar voru einkar ánægðir með verðlaunin. Nordicphotos/AFP Samtökin ICAN, eða Alþjóðlegt átak um eyðingu kjarnorkuvopna, hlutu í gær friðarverðlaun Nóbels. Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, sagði við tilkynninguna að það væri vegna vinnu samtakanna að samþykkt sáttmála um bann og eyðingu kjarnavopna. ICAN var drifkraftur á bak við samkomulag sem 122 ríki undirrituðu í júlí. Samkomulagið er hins vegar ekki líklegt til að hafa mikil áhrif á stöðu mála enda skrifaði ekkert kjarnorkuveldi undir það. „Við búum í heimi þar sem beiting kjarnorkuvopna er líklegri en hún hefur verið lengi,“ sagði Reiss-Andersen og vísaði til ástandsins á Kóreuskaga. Kallaði hún jafnframt eftir því að kjarnorkuveldi heims kæmu að borðinu og ræddu um að eyða vopnunum með tíð og tíma. ICAN samanstendur af hundruðum samtaka víða um heim og er með höfuðstöðvar í Sviss. Beatrice Fihn, framkvæmdastjóri ICAN, sagði við blaðamenn í gær að verðlaunin hefðu komið á óvart en að þau sýndu að vinna hópsins væri nauðsynleg. „Stríðslög kveða á um að ekki megi beina spjótum að almennum borgurum. Kjarnorkuvopn eru hins vegar gerð til að drepa almenna borgara, þau eiga að eyða heilu borgunum. Það er óásættanlegt,“ sagði Fihn enn fremur. Það kom fleiri en Fihn á óvart að fá Nóbelsverðlaun í vikunni. BBC kom breska rithöfundinum Kazuo Ishiguro til dæmis algjörlega í opna skjöldu þegar blaðamaður spurði hann um viðbrögð við því að hafa fengið bókmenntaverðlaun Nóbels. „Ég held ég hafi gefið þér nokkuð raunveruleg viðbrögð. Þau viðbrögð að ég spyr þig hvort þú getir sannað að þetta sé satt. Við umboðsmaður minn höfðum heyrt að ég gæti hafa unnið og vorum að fara að gá hvort þetta væru nokkuð falsfréttir. En greinilega ekki. Þetta er gríðarlegur heiður,“ sagði Ishiguro. Hann hefur meðal annars skrifað bækur á borð við Dreggjar dagsins og Veröld hinna vandalausu. Ishiguro er fæddur í Japan en fluttist til Bretlands þegar hann var fimm ára. Fjölmargir Japanir brugðust hins vegar reiðir við ákvörðuninni en dyggir aðdáendur hins japanska Haruki Murakami bíða þess enn að hann fái verðlaunin. Hefur hann lengi verið talinn einna líklegastur í veðbönkum, ár eftir ár. Fyrr í vikunni fengu Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young læknisfræðiverðlaunin fyrir rannsóknir á líkamsklukkunni. Eðlisfræðiverðlaunin fengu þeir Rainer Weiss, Barry C. Barish og Kip S. Thorne fyrir mælingar á þyngdarbylgjum. Þá féllu efnafræðiverðlaunin í hlut Jacques Dubochet, Joachims Frank og Richards Henderson fyrir að einfalda ferlið við að mynda lífrænar sameindir. Enn á eftir að tilkynna hver hlýtur hagfræðiverðlaunin. Það verður gert á mánudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Samtökin ICAN, eða Alþjóðlegt átak um eyðingu kjarnorkuvopna, hlutu í gær friðarverðlaun Nóbels. Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, sagði við tilkynninguna að það væri vegna vinnu samtakanna að samþykkt sáttmála um bann og eyðingu kjarnavopna. ICAN var drifkraftur á bak við samkomulag sem 122 ríki undirrituðu í júlí. Samkomulagið er hins vegar ekki líklegt til að hafa mikil áhrif á stöðu mála enda skrifaði ekkert kjarnorkuveldi undir það. „Við búum í heimi þar sem beiting kjarnorkuvopna er líklegri en hún hefur verið lengi,“ sagði Reiss-Andersen og vísaði til ástandsins á Kóreuskaga. Kallaði hún jafnframt eftir því að kjarnorkuveldi heims kæmu að borðinu og ræddu um að eyða vopnunum með tíð og tíma. ICAN samanstendur af hundruðum samtaka víða um heim og er með höfuðstöðvar í Sviss. Beatrice Fihn, framkvæmdastjóri ICAN, sagði við blaðamenn í gær að verðlaunin hefðu komið á óvart en að þau sýndu að vinna hópsins væri nauðsynleg. „Stríðslög kveða á um að ekki megi beina spjótum að almennum borgurum. Kjarnorkuvopn eru hins vegar gerð til að drepa almenna borgara, þau eiga að eyða heilu borgunum. Það er óásættanlegt,“ sagði Fihn enn fremur. Það kom fleiri en Fihn á óvart að fá Nóbelsverðlaun í vikunni. BBC kom breska rithöfundinum Kazuo Ishiguro til dæmis algjörlega í opna skjöldu þegar blaðamaður spurði hann um viðbrögð við því að hafa fengið bókmenntaverðlaun Nóbels. „Ég held ég hafi gefið þér nokkuð raunveruleg viðbrögð. Þau viðbrögð að ég spyr þig hvort þú getir sannað að þetta sé satt. Við umboðsmaður minn höfðum heyrt að ég gæti hafa unnið og vorum að fara að gá hvort þetta væru nokkuð falsfréttir. En greinilega ekki. Þetta er gríðarlegur heiður,“ sagði Ishiguro. Hann hefur meðal annars skrifað bækur á borð við Dreggjar dagsins og Veröld hinna vandalausu. Ishiguro er fæddur í Japan en fluttist til Bretlands þegar hann var fimm ára. Fjölmargir Japanir brugðust hins vegar reiðir við ákvörðuninni en dyggir aðdáendur hins japanska Haruki Murakami bíða þess enn að hann fái verðlaunin. Hefur hann lengi verið talinn einna líklegastur í veðbönkum, ár eftir ár. Fyrr í vikunni fengu Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young læknisfræðiverðlaunin fyrir rannsóknir á líkamsklukkunni. Eðlisfræðiverðlaunin fengu þeir Rainer Weiss, Barry C. Barish og Kip S. Thorne fyrir mælingar á þyngdarbylgjum. Þá féllu efnafræðiverðlaunin í hlut Jacques Dubochet, Joachims Frank og Richards Henderson fyrir að einfalda ferlið við að mynda lífrænar sameindir. Enn á eftir að tilkynna hver hlýtur hagfræðiverðlaunin. Það verður gert á mánudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira