Frumsamin lög í afmælinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2017 10:45 Það er greinilegt að fólk hefur gaman af að hitta aðra Skagfirðinga,“ segir Auður. Vísir/Laufey Elíasdóttir Efnt verður til tónlistarveislu í húsnæði Ferðafélags Íslands í Mörkinni í kvöld klukkan 20, í tilefni áttatíu ára afmælis Skagfirðingafélagsins í Reykjavík. „Skagfirðingar hafa alla tíð tengt sig við hestamennsku og tónlist svo okkur þótti liggja beinast við að óska eftir frumsömdum dægurlagaperlum sem afmælisgjöf til félagsins,“ segir Auður Sigríður Hreinsdóttir, formaður þess. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjöldi af lögum barst inn á borð dómefndar sem valdi þau tíu bestu. Þau eru nú komin á geisladisk sem nefnist Kveðja heim. Auðvitað verða nýju lögin flutt í afmælisveislunni. „Þetta verður óskaplega gaman,“ segir Auður. „Öll lögin eiga það sameiginlegt að tengjast Skagafirði á einhvern hátt enda er markmið félagsins að viðhalda og efla menningu og listir brottfluttra.“ Hún segir Skagfirðingafélagið hafa heilmikla þýðingu fyrir þá sem fluttir eru í burtu, til dæmis hafi þorrablótin undanfarin ár verið vel sótt. „Það er greinilegt að fólk hefur gaman af að hitta aðra Skagfirðinga, stundum eftir margra ára aðskilnað, þá upphefst heilmikið skraf þegar það fer að rekja ættirnar saman,“ segir hún glaðlega. Félagið var stofnað 7. október árið 1937. Auður segir það hafa lagst í dvala um stund en árið 2007 hafi hún, ásamt góðum hópi, endurvakið það við góðar undirtektir. „Við erum svo nútímavædd að við erum í góðu sambandi á Facebook. Þar erum við með 900 manna hóp á öllum aldri,“ segir hún og á von á miklu fjöri í Mörkinni í kvöld. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Efnt verður til tónlistarveislu í húsnæði Ferðafélags Íslands í Mörkinni í kvöld klukkan 20, í tilefni áttatíu ára afmælis Skagfirðingafélagsins í Reykjavík. „Skagfirðingar hafa alla tíð tengt sig við hestamennsku og tónlist svo okkur þótti liggja beinast við að óska eftir frumsömdum dægurlagaperlum sem afmælisgjöf til félagsins,“ segir Auður Sigríður Hreinsdóttir, formaður þess. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjöldi af lögum barst inn á borð dómefndar sem valdi þau tíu bestu. Þau eru nú komin á geisladisk sem nefnist Kveðja heim. Auðvitað verða nýju lögin flutt í afmælisveislunni. „Þetta verður óskaplega gaman,“ segir Auður. „Öll lögin eiga það sameiginlegt að tengjast Skagafirði á einhvern hátt enda er markmið félagsins að viðhalda og efla menningu og listir brottfluttra.“ Hún segir Skagfirðingafélagið hafa heilmikla þýðingu fyrir þá sem fluttir eru í burtu, til dæmis hafi þorrablótin undanfarin ár verið vel sótt. „Það er greinilegt að fólk hefur gaman af að hitta aðra Skagfirðinga, stundum eftir margra ára aðskilnað, þá upphefst heilmikið skraf þegar það fer að rekja ættirnar saman,“ segir hún glaðlega. Félagið var stofnað 7. október árið 1937. Auður segir það hafa lagst í dvala um stund en árið 2007 hafi hún, ásamt góðum hópi, endurvakið það við góðar undirtektir. „Við erum svo nútímavædd að við erum í góðu sambandi á Facebook. Þar erum við með 900 manna hóp á öllum aldri,“ segir hún og á von á miklu fjöri í Mörkinni í kvöld.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira