Lífið er leiftur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 7. október 2017 10:30 „Síðasta bók um Auði er tileinkuð flóttafólki á öllum tímum. Enda var hún flóttakona sjálf,“ segir Vilborg frá og segir Auði djúpúðgu einstaka fyrirmynd íslenskra kvenna. Visir/Vilhelm Vilborg býr í miðborginni en þó á friðsælum stað í bakhúsi. Kettir stukku til og frá upp á hlið og steina og vísuðu veginn að rauðmálaðri hurðinni. Skildu blaðamann eftir þar. Annars er ekki víst að hann hefði ratað. Í húsinu er mikið um að vera, það er síðla dags. Dóttir hennar og vinkona eru á leiðinni út og heilsa blaðamanni. Það er rætt um nesti og skutl og ýmislegt umstang. Kærasti Vilborgar, Þorgrímur Pétursson, stendur í eldhúsinu og lagar te. Vilborg missti eiginmann sinn, Björgvin Ingimarsson, sálfræðing og kennara, úr krabbameini árið 2013. Hún hefur miðlað reynslu sinni ríkulega, skrifaði um hana bók, stofnaði með fleirum samtökin Ljónshjarta fyrir fólk sem hefur misst maka í blóma lífsins og ferðast um land allt og leiðbeint fólki í sorg. „Skrítið hvernig lífið fer,“ segir Vilborg eftir að 13 ára dóttir hennar og vinkona hafa kvatt. „Ég er viss um að einhver stýrir þessu öllu saman.“ Hún segir frá því að vinkona dóttur hennar hafi nýverið misst móður sína. Hún sé af lettneskum uppruna og eigi ekki aðra að hér á landi en sextán ára systur og tvo eldri bræður sem munu brátt fá forræði yfir henni. „Hún hefur verið heimagangur hér síðustu tvö árin, bjó áður á Vitastíg en er flutt til bróður síns í Breiðholti og við hjálpumst öll að. Hún mun halda áfram að ganga í sama skóla, Austurbæjarskóla. Ég veit nefnilega að þegar öll jörðin titrar og skelfur, þá er gott að hafa lífið í eins föstum skorðum og kostur er,“ segir Vilborg. „Mér finnst hreinlega engin tilviljun að einmitt þær tvær séu vinkonur sem geta stutt hvor aðra núna. Að þessi stúlka sé hér og ég með öll símanúmerin sem þarf að hringja í, geti leiðbeint þessum ungu systkinum sem þekkja ekki hvað þarf að gera. Og eiga ekki að þurfa að þekkja það. Það er enn erfiðara að vera í þessum aðstæðum og frá öðru landi,“ segir Vilborg. „Ég hef haldið fyrirlestra um allar trissur. Oft hafa prestar fengið mig til að koma og halda erindi í kirkjum. Jafningjahjálp er svo dýrmæt.“ Hvað segir þú við fólk? „Ég segi því mína sögu. Ég segi því hvað gerðist í mínu lífi. Hvernig ég og Björgvin heitinn litum á gönguna með drekanum í kolli hans. Við ákváðum að líta á þetta sem áhugavert ævintýri. Í stað þess að segja ,,þetta er hræðilegt!“ Við fórum aldrei út í þetta átakatal, að berjast eða horfa á sjúkdóm sem stríð. Það tekur alla orku frá manni. Ég segi fólki frá okkar ævintýri og hvað var þó gott í okkar aðstæðum. Og hvernig ég hef upplifað það að sitja með manni mínum hans síðustu daga og ganga í hlutverk ekkju. Hvað ég hef lært af þessu. Hvað sorgin dýpkar mann sem manneskju. Í einu vetfangi eignastu skilning á því sem gríðarlegur fjöldi annarra hefur gengið í gegnum. Þetta er dálítið eins og þegar þú átt von á barni og reynir að ímynda þér hvernig það er að vera móðir en gerir það ekki í raun fyrr en þú heldur á barninu. Þá skilur þú það með hjarta, lifur og lungum. Þú öðlast dýpri skilning á því hvað það er að vera manneskja. Þú skilur að lífið er leiftur, að við megum ekki sóa einu einasta andartaki. Ég sjálf fór að lifa af meiri krafti og dýpt en áður. Það er svo yndislegt að vera til.“ Ný bók Vilborgar, Blóðug jörð, kemur úr prentun eftir helgi. „Mig langar að vekja fólk til umhugsunar um hvað fólkið sem byggði Ísland lagði mikið undir í von um betra líf. Það er ráð að hugsa til sögu okkar nú þegar fólk á flótta undan hörmungum leitar hér skjóls. Þessi síðasta bók um Auði djúpúðgu er því tileinkuð flóttafólki á öllum tímum. Enda var hún flóttakona sjálf,“ segir Vilborg. ,,Þessi kona á engan sinn líka í landnámssögu Íslands. Þó er hún ekki sú eina, fleiri konur komu til Íslands og námu hér land en saga hennar er einstök á svo margan hátt. Ekki síst fyrir það að hún er kristin og gefur þrælum sínum frelsi og jarðnæði þegar hún kemur til Íslands. Það er einstakt,“ segir Vilborg. „Svo er það ættgöfgi hennar. Hún er drottning. Maðurinn hennar var konungur í Dyflinni á Írlandi. Þau áttu einn son saman sem sjálfur eignaðist sex dætur og einn son með sinni konu. Það hlýtur að hafa verið erfitt á þessum tíma þegar það eina sem skipti máli var að eignast syni. Að eignast dætur var dýrt því það þurfti að greiða með þeim heimanfylgju, þetta hafa verið sexföld vonbrigði liggur við. En þær fá allar að lifa og það á tímum þegar útburður barna er hluti af veruleikanum, sérstaklega stúlkna.“ Og hún segir frá hættuförinni til Íslands. „Auður siglir frá Skotlandi með sjö ung sonarbörn eftir að sonur hennar fellur þar í bardaga, svikinn af Skotum. Hún þarf því að flýja land í leynum á ófriðartímum. Fara í ferð sem fólk fer ekki í nema líf liggi við. Það var yfir úthaf að fara á opnum tréskipum, án siglingartækja af nokkru tagi. Mögulega hafði fólk eins konar áttavita, sólarstein eða kristal sem var hægt að nota þegar skýjað var til að sjá stöðu sólar. Og eini siglingatíminn er frá vori fram á síðsumar,“ segir Vilborg og tekur dæmi af siglingu Eiríks rauða sem fer öld síðar frá Borgarfirði til Grænlands. „Í einu best heppnaða markaðsátaki allra tíma þá fær hann eigendur 25 skipa til að leggja af stað með sér í landnámsför til Grænlands. Fjórtán af þessum skipum komust alla leið. Ellefu annaðhvort fórust eða rak til baka aftur og auðvitað mun styttri leið frá Borgarfirði til Grænlands en yfir úthafið frá Bretlandi. Við heyrum aldrei sögur af öllu fólkinu sem fórst í hafi.“ Vilborg hefur ferðast um söguslóðirnar í Bretlandi og Færeyjum, sökkt sér ofan í annála og skrif sagn-, þjóð- og fornleifafræðinga. „Það er stundum svolítið mikið haft fyrir litlum hlutum: ég kynnti mér til dæmis vandlega vinnuna á bak við gerð segls fyrir víkingaskip þótt afraksturinn sé ekki nema ein eða tvær setningar. Mér finnst mikilvægt að reyna að komast sem næst því hvernig lífið var. Ég reyni samt að stilla mig um að fræða fólk; söguframvindan og sannfærandi persónur skipta vitanlega miklu meira máli en hitt. Heimildir um Auði eru ekki miklar. Það sem er skrifað um hana í Íslendingasögum kemst fyrir á tíu blaðsíðum,“ segir Vilborg og nefnir að Landnáma og Laxdæla geymi hvað ítarlegustu heimildirnar. „Oft eru þetta bara fáeinar línur þar sem er verið að leggja áherslu á það að hún er formóðirin. Um leið og það er búið að nefna Auði djúpúðgu þá er búið að staðfesta það að þetta er aðalsætt. Gott kyn. En oft glittir í smáatriði. Sonur hennar heitir Þorsteinn rauður. Það fær enginn það viðurnefni nema að vera rauðhærður sem hlýtur að skila sér til dætranna líka. Pabbi hans heitir Ólafur hvíti. Það er náttúrulega bjarthærður maður. Þannig að útlitseinkennin fæ ég líka. Þá er lagt svolítið í það í Laxdælu að lýsa hennar hinstu dögum. Það er drottningarlýsing: kona sem boðar til sín alla ættina. Hún á systur í Eyjafirði, Þórunni hyrnu sem var gift Helga magra. Svo eru það bræður hennar, Helgi bjólan á Kjalarnesi og Björn austræni í Bjarnarhöfn. Hún kallar alla til sín, frændfólk og vini til þess að vera við brúðkaup sonarsonarins sem hét Ólafur feilan. Hún gefur þeim heilræði og segir svo þegar veislan er hafin að hún eigi að standa í þrjá daga enn og vera erfisdrykkja sín. Þarna tilkynnir hún fólkinu sínu að hún sé að deyja. Svo gengur hún til skemmu sinnar, hraðstíg, ber sig vel og menn höfðu á orði hversu virðuleg konan væri. Svo er sagt frá því að þegar Ólafur feilan kemur að henni morguninn eftir þá situr hún uppi við hægindin dáin,“ segir Vilborg og segir lýsinguna benda til þess að þarna hafi farið stolt kona. „Auður var einstök fyrirmynd. Á þessum tíma voru konur eign föður þar til þær voru gefnar eiginmanni og tilheyrðu honum eftir það. Sá karlmaður sem næst stóð konu hafði forræði yfir henni, líkt og í Sádi-Arabíu í dag. Í þessu karla- og feðraveldi er saga Auðar þeim mun magnaðri,“ bendir hún á. En lastu um kumlið sem fannst í Svíþjóð? Höfðingjakuml og svo þegar það var gerð DNA greining kom í ljós að um var að ræða konu. „Já, þetta finnst mér verulega spennandi. Fornleifafræðin hefur alltaf kyngreint bein í kumlum eftir því hvort þar hafa fundist brjóstnælur eða vopn. Svo er verið að rannsaka þetta núna, hvert kumlið á eftir öðru og þá er að koma í ljós að konur eru stundum grafnar með sverð. Þetta verður nýtt í næstu bók, alveg örugglega,“ segir Vilborg og hlær við. „Saga kvenna frá þessum tíma geymir margt sem enn á eftir að koma í ljós. Og arfur Auðar felst í því hvað hún er og hefur verið mikilvæg fyrirmynd sem sterk kona. Þess vegna hafa sögurnar lifað og verið sagðar og lesnar öld eftir öld, ekki bara um Auði heldur afkomendur þessara systkina eins og langömmubarn Auðar, Hallgerði langbrók og Guðrúnu Ósvífursdóttur, afkomanda bróður hennar. Þessar mögnuðu konur sem tóku örlögin í sínar eigin hendur tala til okkar ennþá. Þær voru ekki bara ráðstöfunargripir karla og höfðu eitthvað um líf sitt að segja. Þær hljóta að hafa áhrif á okkur.“ Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Vilborg býr í miðborginni en þó á friðsælum stað í bakhúsi. Kettir stukku til og frá upp á hlið og steina og vísuðu veginn að rauðmálaðri hurðinni. Skildu blaðamann eftir þar. Annars er ekki víst að hann hefði ratað. Í húsinu er mikið um að vera, það er síðla dags. Dóttir hennar og vinkona eru á leiðinni út og heilsa blaðamanni. Það er rætt um nesti og skutl og ýmislegt umstang. Kærasti Vilborgar, Þorgrímur Pétursson, stendur í eldhúsinu og lagar te. Vilborg missti eiginmann sinn, Björgvin Ingimarsson, sálfræðing og kennara, úr krabbameini árið 2013. Hún hefur miðlað reynslu sinni ríkulega, skrifaði um hana bók, stofnaði með fleirum samtökin Ljónshjarta fyrir fólk sem hefur misst maka í blóma lífsins og ferðast um land allt og leiðbeint fólki í sorg. „Skrítið hvernig lífið fer,“ segir Vilborg eftir að 13 ára dóttir hennar og vinkona hafa kvatt. „Ég er viss um að einhver stýrir þessu öllu saman.“ Hún segir frá því að vinkona dóttur hennar hafi nýverið misst móður sína. Hún sé af lettneskum uppruna og eigi ekki aðra að hér á landi en sextán ára systur og tvo eldri bræður sem munu brátt fá forræði yfir henni. „Hún hefur verið heimagangur hér síðustu tvö árin, bjó áður á Vitastíg en er flutt til bróður síns í Breiðholti og við hjálpumst öll að. Hún mun halda áfram að ganga í sama skóla, Austurbæjarskóla. Ég veit nefnilega að þegar öll jörðin titrar og skelfur, þá er gott að hafa lífið í eins föstum skorðum og kostur er,“ segir Vilborg. „Mér finnst hreinlega engin tilviljun að einmitt þær tvær séu vinkonur sem geta stutt hvor aðra núna. Að þessi stúlka sé hér og ég með öll símanúmerin sem þarf að hringja í, geti leiðbeint þessum ungu systkinum sem þekkja ekki hvað þarf að gera. Og eiga ekki að þurfa að þekkja það. Það er enn erfiðara að vera í þessum aðstæðum og frá öðru landi,“ segir Vilborg. „Ég hef haldið fyrirlestra um allar trissur. Oft hafa prestar fengið mig til að koma og halda erindi í kirkjum. Jafningjahjálp er svo dýrmæt.“ Hvað segir þú við fólk? „Ég segi því mína sögu. Ég segi því hvað gerðist í mínu lífi. Hvernig ég og Björgvin heitinn litum á gönguna með drekanum í kolli hans. Við ákváðum að líta á þetta sem áhugavert ævintýri. Í stað þess að segja ,,þetta er hræðilegt!“ Við fórum aldrei út í þetta átakatal, að berjast eða horfa á sjúkdóm sem stríð. Það tekur alla orku frá manni. Ég segi fólki frá okkar ævintýri og hvað var þó gott í okkar aðstæðum. Og hvernig ég hef upplifað það að sitja með manni mínum hans síðustu daga og ganga í hlutverk ekkju. Hvað ég hef lært af þessu. Hvað sorgin dýpkar mann sem manneskju. Í einu vetfangi eignastu skilning á því sem gríðarlegur fjöldi annarra hefur gengið í gegnum. Þetta er dálítið eins og þegar þú átt von á barni og reynir að ímynda þér hvernig það er að vera móðir en gerir það ekki í raun fyrr en þú heldur á barninu. Þá skilur þú það með hjarta, lifur og lungum. Þú öðlast dýpri skilning á því hvað það er að vera manneskja. Þú skilur að lífið er leiftur, að við megum ekki sóa einu einasta andartaki. Ég sjálf fór að lifa af meiri krafti og dýpt en áður. Það er svo yndislegt að vera til.“ Ný bók Vilborgar, Blóðug jörð, kemur úr prentun eftir helgi. „Mig langar að vekja fólk til umhugsunar um hvað fólkið sem byggði Ísland lagði mikið undir í von um betra líf. Það er ráð að hugsa til sögu okkar nú þegar fólk á flótta undan hörmungum leitar hér skjóls. Þessi síðasta bók um Auði djúpúðgu er því tileinkuð flóttafólki á öllum tímum. Enda var hún flóttakona sjálf,“ segir Vilborg. ,,Þessi kona á engan sinn líka í landnámssögu Íslands. Þó er hún ekki sú eina, fleiri konur komu til Íslands og námu hér land en saga hennar er einstök á svo margan hátt. Ekki síst fyrir það að hún er kristin og gefur þrælum sínum frelsi og jarðnæði þegar hún kemur til Íslands. Það er einstakt,“ segir Vilborg. „Svo er það ættgöfgi hennar. Hún er drottning. Maðurinn hennar var konungur í Dyflinni á Írlandi. Þau áttu einn son saman sem sjálfur eignaðist sex dætur og einn son með sinni konu. Það hlýtur að hafa verið erfitt á þessum tíma þegar það eina sem skipti máli var að eignast syni. Að eignast dætur var dýrt því það þurfti að greiða með þeim heimanfylgju, þetta hafa verið sexföld vonbrigði liggur við. En þær fá allar að lifa og það á tímum þegar útburður barna er hluti af veruleikanum, sérstaklega stúlkna.“ Og hún segir frá hættuförinni til Íslands. „Auður siglir frá Skotlandi með sjö ung sonarbörn eftir að sonur hennar fellur þar í bardaga, svikinn af Skotum. Hún þarf því að flýja land í leynum á ófriðartímum. Fara í ferð sem fólk fer ekki í nema líf liggi við. Það var yfir úthaf að fara á opnum tréskipum, án siglingartækja af nokkru tagi. Mögulega hafði fólk eins konar áttavita, sólarstein eða kristal sem var hægt að nota þegar skýjað var til að sjá stöðu sólar. Og eini siglingatíminn er frá vori fram á síðsumar,“ segir Vilborg og tekur dæmi af siglingu Eiríks rauða sem fer öld síðar frá Borgarfirði til Grænlands. „Í einu best heppnaða markaðsátaki allra tíma þá fær hann eigendur 25 skipa til að leggja af stað með sér í landnámsför til Grænlands. Fjórtán af þessum skipum komust alla leið. Ellefu annaðhvort fórust eða rak til baka aftur og auðvitað mun styttri leið frá Borgarfirði til Grænlands en yfir úthafið frá Bretlandi. Við heyrum aldrei sögur af öllu fólkinu sem fórst í hafi.“ Vilborg hefur ferðast um söguslóðirnar í Bretlandi og Færeyjum, sökkt sér ofan í annála og skrif sagn-, þjóð- og fornleifafræðinga. „Það er stundum svolítið mikið haft fyrir litlum hlutum: ég kynnti mér til dæmis vandlega vinnuna á bak við gerð segls fyrir víkingaskip þótt afraksturinn sé ekki nema ein eða tvær setningar. Mér finnst mikilvægt að reyna að komast sem næst því hvernig lífið var. Ég reyni samt að stilla mig um að fræða fólk; söguframvindan og sannfærandi persónur skipta vitanlega miklu meira máli en hitt. Heimildir um Auði eru ekki miklar. Það sem er skrifað um hana í Íslendingasögum kemst fyrir á tíu blaðsíðum,“ segir Vilborg og nefnir að Landnáma og Laxdæla geymi hvað ítarlegustu heimildirnar. „Oft eru þetta bara fáeinar línur þar sem er verið að leggja áherslu á það að hún er formóðirin. Um leið og það er búið að nefna Auði djúpúðgu þá er búið að staðfesta það að þetta er aðalsætt. Gott kyn. En oft glittir í smáatriði. Sonur hennar heitir Þorsteinn rauður. Það fær enginn það viðurnefni nema að vera rauðhærður sem hlýtur að skila sér til dætranna líka. Pabbi hans heitir Ólafur hvíti. Það er náttúrulega bjarthærður maður. Þannig að útlitseinkennin fæ ég líka. Þá er lagt svolítið í það í Laxdælu að lýsa hennar hinstu dögum. Það er drottningarlýsing: kona sem boðar til sín alla ættina. Hún á systur í Eyjafirði, Þórunni hyrnu sem var gift Helga magra. Svo eru það bræður hennar, Helgi bjólan á Kjalarnesi og Björn austræni í Bjarnarhöfn. Hún kallar alla til sín, frændfólk og vini til þess að vera við brúðkaup sonarsonarins sem hét Ólafur feilan. Hún gefur þeim heilræði og segir svo þegar veislan er hafin að hún eigi að standa í þrjá daga enn og vera erfisdrykkja sín. Þarna tilkynnir hún fólkinu sínu að hún sé að deyja. Svo gengur hún til skemmu sinnar, hraðstíg, ber sig vel og menn höfðu á orði hversu virðuleg konan væri. Svo er sagt frá því að þegar Ólafur feilan kemur að henni morguninn eftir þá situr hún uppi við hægindin dáin,“ segir Vilborg og segir lýsinguna benda til þess að þarna hafi farið stolt kona. „Auður var einstök fyrirmynd. Á þessum tíma voru konur eign föður þar til þær voru gefnar eiginmanni og tilheyrðu honum eftir það. Sá karlmaður sem næst stóð konu hafði forræði yfir henni, líkt og í Sádi-Arabíu í dag. Í þessu karla- og feðraveldi er saga Auðar þeim mun magnaðri,“ bendir hún á. En lastu um kumlið sem fannst í Svíþjóð? Höfðingjakuml og svo þegar það var gerð DNA greining kom í ljós að um var að ræða konu. „Já, þetta finnst mér verulega spennandi. Fornleifafræðin hefur alltaf kyngreint bein í kumlum eftir því hvort þar hafa fundist brjóstnælur eða vopn. Svo er verið að rannsaka þetta núna, hvert kumlið á eftir öðru og þá er að koma í ljós að konur eru stundum grafnar með sverð. Þetta verður nýtt í næstu bók, alveg örugglega,“ segir Vilborg og hlær við. „Saga kvenna frá þessum tíma geymir margt sem enn á eftir að koma í ljós. Og arfur Auðar felst í því hvað hún er og hefur verið mikilvæg fyrirmynd sem sterk kona. Þess vegna hafa sögurnar lifað og verið sagðar og lesnar öld eftir öld, ekki bara um Auði heldur afkomendur þessara systkina eins og langömmubarn Auðar, Hallgerði langbrók og Guðrúnu Ósvífursdóttur, afkomanda bróður hennar. Þessar mögnuðu konur sem tóku örlögin í sínar eigin hendur tala til okkar ennþá. Þær voru ekki bara ráðstöfunargripir karla og höfðu eitthvað um líf sitt að segja. Þær hljóta að hafa áhrif á okkur.“
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira