Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 11:33 Bjarni segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Það sé aðalatriðið að hans mati. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Það sé aðalatriðið að hans mati en hann skrifar færslu á Facebook-síðu sína í dag í tilefni frétta um að hann hafi selt eignir úr Sjóði 9 fyrir um 50 milljónir króna skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis. „Eins og áður hefur komið fram seldi ég hlutabréf mín í Glitni árið 2008. Söluandvirðið var geymt áfram í bankanum, fyrst og fremst í Sjóði 9. Ég seldi smám saman þá eign yfir árið og færði að hluta í aðra sjóði og á innlánsreikninga hjá bankanum. Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um stöðu fjármálakerfisins, eða Glitnis, annars vegar þegar ég seldi hlutabréfin, og hins vegar þegar ég seldi eftirstöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dagana fyrir fall bankans. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Hér er verið dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja er rangt,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst hafa óskað eftir því að selja hlut sinn í Sjóði 9 þann 2. október 2008. Salan hafi ins vegar ekki ekki gengið í gegn fyrr en þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. október, eins og framkomin gögn sýna, en uppgjör tók 2-3 viðskiptadaga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættuminni og geymdi peningana áfram í bankanum. Í þriðja lagi vil ég að fram komi að ég, líkt og margir aðrir viðskiptavinir bankans, var læstur í mörg ár með peninga í sjóði bankans. Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins (FME) til starfsmanns bankans. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum slíkum upplýsingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upplýsingum. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í málunum. Þetta er eftir að tilkynnt hafði verið um yfirtöku ríkisins á bankanum. Það hefði verið ábyrgðarlaust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekkert fréttnæmt við að ég hafi mögulega látið slík orð falla,“ segir Bjarni en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Það sé aðalatriðið að hans mati en hann skrifar færslu á Facebook-síðu sína í dag í tilefni frétta um að hann hafi selt eignir úr Sjóði 9 fyrir um 50 milljónir króna skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis. „Eins og áður hefur komið fram seldi ég hlutabréf mín í Glitni árið 2008. Söluandvirðið var geymt áfram í bankanum, fyrst og fremst í Sjóði 9. Ég seldi smám saman þá eign yfir árið og færði að hluta í aðra sjóði og á innlánsreikninga hjá bankanum. Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um stöðu fjármálakerfisins, eða Glitnis, annars vegar þegar ég seldi hlutabréfin, og hins vegar þegar ég seldi eftirstöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dagana fyrir fall bankans. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Hér er verið dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja er rangt,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst hafa óskað eftir því að selja hlut sinn í Sjóði 9 þann 2. október 2008. Salan hafi ins vegar ekki ekki gengið í gegn fyrr en þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. október, eins og framkomin gögn sýna, en uppgjör tók 2-3 viðskiptadaga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættuminni og geymdi peningana áfram í bankanum. Í þriðja lagi vil ég að fram komi að ég, líkt og margir aðrir viðskiptavinir bankans, var læstur í mörg ár með peninga í sjóði bankans. Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins (FME) til starfsmanns bankans. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum slíkum upplýsingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upplýsingum. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í málunum. Þetta er eftir að tilkynnt hafði verið um yfirtöku ríkisins á bankanum. Það hefði verið ábyrgðarlaust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekkert fréttnæmt við að ég hafi mögulega látið slík orð falla,“ segir Bjarni en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47