Fótbolti

Southgate: Verðum ekki spænska landsliðið á átta mánuðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gareth Southgate.
Gareth Southgate. vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, er búinn að koma sínu liði á HM en spilamennska liðsins gegn Slóveníu í gær var hörmuleg.

Harry Kane bjargaði enska landsliðinu í uppbótartíma með marki sem sá til þess að England vann og komst til Rússlands næsta sumar.

„Það býr mikið í þessu liði en það er mikil vinna fra undan. Það dylst engum að við hefðum getum spilað betur en við erum komnir á HM,“ sagði Southgate eftir leik.

Þó svo enska landsliðið sé á fínni siglingu og að ná úrslitum þá hafa eðlilega margir áhyggjur af því hversu illa spilandi liðið er oft á tíðum.

„Þessi leikur sýndi okkur hvar við erum staddir. Auðvitað hefðum við kosið að spila betri fótbolta og skora fleiri mörk. Við erum að vinna í þessu. Takmarkið var að komast á HM og við erum þar. Við verðum samt ekki að spænska landsliðinu á átta mánuðum.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×