Fótbolti

Kaka, krakkakór og löggur að taka sjálfur á æfingu Tyrklands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mikill áhugi er á tyrknenska landsliðinu í fótbolta í Eskisehir þar sem það mætir Íslandi á morgun en Tyrkir eru fótboltaóðir og elska landsliðið sitt.

Fjölmargir stuðningsmenn voru mættir fyrir utan völlinn á æfingu liðsins í dag og biðu spenntir eftir að rútan rann í hlað. Þegar leikmennirnir stigu út reyndu allir að ná sjálfum með þeim af löngu færi.

Á meðan þetta var allt í gangi var búið að rúlla út á völl köku sem á stóð 100 en það var til marks um að á morgun spilar fyrirliðinn Arda Turan 100. leikinn sinn fyrir Tyrkland.

Krakkakór var fenginn á svæðið til að syngja fyrir Arda sem svaraði aðeins þremur stuttum spurningum á blaðamannafundi Tyrklands. Væntanlega spenntur fyrir því að fá sér sneið.

Eitt það fyndnasta á æfingunni í dag voru lögreglumennirnir sem voru mættir til að gæta tyrkneska liðsins. Þeir gátu ekki sleppt því að fá sjálfur með hetjunum sínum og voru svo að metast um hver hefði náð bestu myndinni.

Brot af þessum áhugaverða degi má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×