Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Jónína Sigurðardóttir skrifar 6. október 2017 09:00 Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar