Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 23:33 Teikning af því hvernig ójöfn rykskífa gæti verið á braut um Stjörnu Tabbys og valdið óvenjulegum breytingum á birtu henni frá jörðu séð. NASA/JPL-Caltech Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga. Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga.
Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira