Innlent

Vantaði sárlega kennsluefni um hinsegin málefni

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Kynseginhneigð, sís og rómantísk hrifning. Þessi hugtök og fleiri til má finna á fyrsta íslenska upplýsingavefnum um hinsegin málefni, sem fór í loftið um helgina. Vefurinn Hinsegin frá Ö til A er hugarsmíð þeirra Auðar Magndísar Auðardóttur og Írisar Ellenberger. Þær hafa báðar verið virkar í starfi Samtakanna ´78 og auk þess sinnt bæði rannsóknum og fræðslu um hinsegin málefni. Þær segja talsvert til af upplýsingum og fræðsluefni, en aftur á móti hafi vantað heildstæðan vettvang til að setja efnið fram.

Á vefnum er m.a. að finna ágrip af hinsegin sagnfræði, reynslusögur frá fólki úr ýmsum kimum hinsegin samfélagsins og hugtakasafn. Þar er t.d. útskýrt hvað er að vera kynseginhneigður, sískynja og díadískur. Auður og Íris segja hinsegin hugtök vera í sífelldri þróun og þær hafi sjálfar skapað nokkur íslensk nýyrði við vinnslu síðunnar. Til stendur að nota vefinn við kennslu í grunn- og framhaldsskólum, en Auður segir mikinn skort hafa verið á kennsluefni í kynjafræði fyrir yngra fólk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×