Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 17:57 Alda Hrönn Jóhannsdóttir. „Ég fagna því að mál, þar sem ég var ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi mínu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hafi nú verið fellt niður,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir í yfirlýsingu vegna niðurstöðu héraðssaksóknara í LÖKE-málinu. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu en Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun sets héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Nú hefur málið verið fellt niður á ný og segir Alda Hrönn að hún sé enda með öllu saklaus af því sem kærandinn, sakborningur í málinu sem hún kom að rannsókn á, sakaði hana um og byggði kæru sína á. „Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína,“ segir Alda Hrönn í yfirlýsingunni. „Allt hefur þetta vakið mig til umhugsunar um hvort eðlilegt sé að kæra megi fólk persónulega fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Vissulega er óheppilegt hvernig fjölmiðlaumfjöllun getur leikið grunaða í viðkvæmum sakamálarannsóknum eins og þeirri sem kærandinn var hluti af. Sérstaklega þegar grunur leiðir ekki til ákæru, dóms, eða eingöngu dóms fyrir eitt kæruefni,“ segir Alda. „Það má samt ekki verða til þess að viðkomandi sjái sig knúinn til að reyna að rétta hlut sinn með tilefnislausum kærum á hendur starfsmönnum réttarvörslukerfisins eða lögreglu. Kærum sem reknar eru samhliða í fjölmiðlum af mikilli hörku og gera fólki illmögulegt að sinna störfum sínum á meðan þær eru til meðferðar. Þetta er eitthvað sem fullt tilefni er fyrir löggjafann, stéttarfélög opinberra starfsmanna og fleiri að skoða.“ Tengdar fréttir Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46 Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Ég fagna því að mál, þar sem ég var ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi mínu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hafi nú verið fellt niður,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir í yfirlýsingu vegna niðurstöðu héraðssaksóknara í LÖKE-málinu. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu en Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun sets héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Nú hefur málið verið fellt niður á ný og segir Alda Hrönn að hún sé enda með öllu saklaus af því sem kærandinn, sakborningur í málinu sem hún kom að rannsókn á, sakaði hana um og byggði kæru sína á. „Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína,“ segir Alda Hrönn í yfirlýsingunni. „Allt hefur þetta vakið mig til umhugsunar um hvort eðlilegt sé að kæra megi fólk persónulega fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Vissulega er óheppilegt hvernig fjölmiðlaumfjöllun getur leikið grunaða í viðkvæmum sakamálarannsóknum eins og þeirri sem kærandinn var hluti af. Sérstaklega þegar grunur leiðir ekki til ákæru, dóms, eða eingöngu dóms fyrir eitt kæruefni,“ segir Alda. „Það má samt ekki verða til þess að viðkomandi sjái sig knúinn til að reyna að rétta hlut sinn með tilefnislausum kærum á hendur starfsmönnum réttarvörslukerfisins eða lögreglu. Kærum sem reknar eru samhliða í fjölmiðlum af mikilli hörku og gera fólki illmögulegt að sinna störfum sínum á meðan þær eru til meðferðar. Þetta er eitthvað sem fullt tilefni er fyrir löggjafann, stéttarfélög opinberra starfsmanna og fleiri að skoða.“
Tengdar fréttir Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46 Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46
Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46
Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05