Það skiptir sköpum á hvaða aldri fólk byrjar að drekka Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2017 19:00 Nora Volkow sem er einn fremsti vísindamaður í heiminum í rannsóknum á fíknisjúkdómum segir að það skipti sköpum á hvaða aldri fólk hefji neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Líkurnar á að þróa með sér fíkn aukist ef fólk sé yngra. Hún segir að starf SÁÁ á Íslandi sé á heimsmælikvarða. Dr. Nora Volkow er geðlæknir sem hefur helgað sig rannsóknum á heilanum og fíkn en hún flutti erindi á 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ sem nú stendur yfir á Hilton. Ransóknir hennar og annarra hafa leitt í ljós að alkóhólismi og fíkn er krónískur heilasjúkdómur. „Dópamín er efni í heilanum sem verður fyrir áhrifum frá öllum fíkniefnum, þar á meðal áfengi. Endurtekin notkun leiðir til minni losunar dópamíns í heilanum. Dópamínkerfið er mikilvægt,reyndar ómissandi, fyrir rétta virkni framheilans. Það skýrir af hverju fíklar eiga svona erfitt með að stjórna tilfinningum sínum og löngunum,“ segir Volkow. Rannsóknir hafa sýnt að því yngri sem manneskjan byrjar að nota áfengi og önnur vímuefni því líklegra er að manneskjan verði háð efnunum. „Þetta er vegna þess að eftir því sem maður er yngri þeim mun auðmótaðri er heilinn, hann er sveigjanlegri, og það þýðir breytingar á heilanum þegar hann verður fyrir tiltekinni örvun og fíkniefni breyta verulega tengingum í heilanum. Eftir því sem maður er yngri þeim mun hraðara verður þetta ferli. Þess vegna er það að eftir því sem maður er yngri þegar maður byrjar að nota fíkniefni því fljótari er maður að ánetjast þeim og fíknin varir lengur og það verður erfiðara að veita meðferð,“ segir Volkow. Hún var hér í annað sinn á Íslandi á vegum SÁÁ en hún kom síðast fyrir tæpum áratug. Hún segir að þjónusta SÁÁ sé með því besta sem hún hafi séð í heiminum. „Ég held að á Íslandi sé sennilega ein besta meðferðaraðstaða við fíkn sem til er,“ segir Dr. Nora Volkow. Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Nora Volkow sem er einn fremsti vísindamaður í heiminum í rannsóknum á fíknisjúkdómum segir að það skipti sköpum á hvaða aldri fólk hefji neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Líkurnar á að þróa með sér fíkn aukist ef fólk sé yngra. Hún segir að starf SÁÁ á Íslandi sé á heimsmælikvarða. Dr. Nora Volkow er geðlæknir sem hefur helgað sig rannsóknum á heilanum og fíkn en hún flutti erindi á 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ sem nú stendur yfir á Hilton. Ransóknir hennar og annarra hafa leitt í ljós að alkóhólismi og fíkn er krónískur heilasjúkdómur. „Dópamín er efni í heilanum sem verður fyrir áhrifum frá öllum fíkniefnum, þar á meðal áfengi. Endurtekin notkun leiðir til minni losunar dópamíns í heilanum. Dópamínkerfið er mikilvægt,reyndar ómissandi, fyrir rétta virkni framheilans. Það skýrir af hverju fíklar eiga svona erfitt með að stjórna tilfinningum sínum og löngunum,“ segir Volkow. Rannsóknir hafa sýnt að því yngri sem manneskjan byrjar að nota áfengi og önnur vímuefni því líklegra er að manneskjan verði háð efnunum. „Þetta er vegna þess að eftir því sem maður er yngri þeim mun auðmótaðri er heilinn, hann er sveigjanlegri, og það þýðir breytingar á heilanum þegar hann verður fyrir tiltekinni örvun og fíkniefni breyta verulega tengingum í heilanum. Eftir því sem maður er yngri þeim mun hraðara verður þetta ferli. Þess vegna er það að eftir því sem maður er yngri þegar maður byrjar að nota fíkniefni því fljótari er maður að ánetjast þeim og fíknin varir lengur og það verður erfiðara að veita meðferð,“ segir Volkow. Hún var hér í annað sinn á Íslandi á vegum SÁÁ en hún kom síðast fyrir tæpum áratug. Hún segir að þjónusta SÁÁ sé með því besta sem hún hafi séð í heiminum. „Ég held að á Íslandi sé sennilega ein besta meðferðaraðstaða við fíkn sem til er,“ segir Dr. Nora Volkow.
Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira