Fótbolti

Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun

Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar
Hannes Þór þurfti frá að hverfa í gær.
Hannes Þór þurfti frá að hverfa í gær. vísir/getty
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og landsliðsframherjinn Björg Bergmann Sigurðarson gátu ekki æft með íslenska liðinu í Antalya í morgun.

Báðir tveir voru skildir eftir uppi á hóteli þar sem þeir fóru á sérstaka æfingu og voru síðan í meðhöndlun og að slaka á.

Hannes yfirgaf æfingu Íslands snema í gær eftir að fá smá tak en fastlega er búist við því að hann standi vaktina í markinu á föstudaginn.

Björn Bergmann stífnaði aðeins upp í gær og voru ekki teknar neinar áhættur með hann. Liðið er nú þegar að glíma við meiðsli Arons Einars Gunnarssonar og leikbann Emils Hallfreðssonar þannig það má illa við fleiri skakkaföllum.


Tengdar fréttir

Strákarnir okkar eru í öruggum höndum

Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum.

Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM

Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×