Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 23:34 Nick Ayers (t.v.) með Kellyanne Conway (f.m.) í Trump-turninum í desember. Vísir/AFP Hreinsa ætti burt þingmenn Repúblikanaflokksins sem fylkja sér ekki að baki Donald Trump forseta. Þetta sagði starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við hóp auðugra bakhjarla flokksins. Hvatti hann þá til að vinna gegn andstæðingum forsetans.Bandaríska blaðið Politico greinir frá ummælum Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans. Þau lét hann falla á lokaðri samkomu á vegum landsnefndar Repúblikanaflokksins í morgun. Hótaði hann því að repúblikanar sem styðja ekki stefnumál Trump í þinginu verði „gjörsigraðir“ í þingkosningum á næsta ári. Lýsti hann ótta við að repúblikanar gætu beðið afhroð í kosningunum ef þeim miðar ekkert með stefnumál sín fyrir þær. „Ímyndið ykkur bara möguleikana á því hvað getur gerst ef allur flokkurinn sameinast að baki honum? Ef, og þetta kann að hljóma gróft, við getum hreinsað nokkra einstaklinga burt sem heldur áfram að vinna gegn honum,“ sagði Ayers.Koma ábyrgðinni á stefnumálunum yfir á þingiðHann sagðist þó ekki tala í nafni Pence eða Trump. Hvatti hann styrktaraðila flokksins til að hætta að láta fé af hendi rakna og hóta því að styrkja mótframbjóðendur ef þingmennirnir komi ekki málum í gegn fyrir tiltekinn tíma. Mikil togstreita hefur ríkt að undanförnum á milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu, ekki síst í ljósi þess að þeim hefur mistekist að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Pence hefur verið talinn hafa verið maður sátta í þeim slag. Politico segir að ummæli Ayers bendi til þess að menn í Hvíta húsinu séu orðnir langþreyttir á félögum sínum í þinginu. Þá sé það að reyna að koma ábyrgðinni á því að koma lykilstefnumálum í framkvæmd yfir á þingmenn. Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Hreinsa ætti burt þingmenn Repúblikanaflokksins sem fylkja sér ekki að baki Donald Trump forseta. Þetta sagði starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við hóp auðugra bakhjarla flokksins. Hvatti hann þá til að vinna gegn andstæðingum forsetans.Bandaríska blaðið Politico greinir frá ummælum Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans. Þau lét hann falla á lokaðri samkomu á vegum landsnefndar Repúblikanaflokksins í morgun. Hótaði hann því að repúblikanar sem styðja ekki stefnumál Trump í þinginu verði „gjörsigraðir“ í þingkosningum á næsta ári. Lýsti hann ótta við að repúblikanar gætu beðið afhroð í kosningunum ef þeim miðar ekkert með stefnumál sín fyrir þær. „Ímyndið ykkur bara möguleikana á því hvað getur gerst ef allur flokkurinn sameinast að baki honum? Ef, og þetta kann að hljóma gróft, við getum hreinsað nokkra einstaklinga burt sem heldur áfram að vinna gegn honum,“ sagði Ayers.Koma ábyrgðinni á stefnumálunum yfir á þingiðHann sagðist þó ekki tala í nafni Pence eða Trump. Hvatti hann styrktaraðila flokksins til að hætta að láta fé af hendi rakna og hóta því að styrkja mótframbjóðendur ef þingmennirnir komi ekki málum í gegn fyrir tiltekinn tíma. Mikil togstreita hefur ríkt að undanförnum á milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu, ekki síst í ljósi þess að þeim hefur mistekist að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Pence hefur verið talinn hafa verið maður sátta í þeim slag. Politico segir að ummæli Ayers bendi til þess að menn í Hvíta húsinu séu orðnir langþreyttir á félögum sínum í þinginu. Þá sé það að reyna að koma ábyrgðinni á því að koma lykilstefnumálum í framkvæmd yfir á þingmenn.
Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira