Áfram mótmælt og skellt í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2017 06:00 Mikið mannhaf mátti sjá á Háskólatorginu í Barcelona í gær og áttu margir þar erfitt með að komast leiðar sinnar. Allsherjarverkfall var í Katalóníu til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda síðustu daga. vísir/afp Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51
Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15