Trump heimsækir hamfarasvæðið: „Púertó Ríkó, þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 17:35 Trump við komuna til San Juan í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017 Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017
Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
„Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent