Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. vísir/afp Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00