Ekki hægt að heimila umferð minni bíla yfir brúna yfir Steinavötn Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 20:02 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA af brúnni yfir Steinavötn. HREGGVIÐUR SÍMONARSON/LANDHELGISGÆSLAN Sú ákvörðun hefur verið tekin að heimila ekki akstur minni bifreiða yfir brúna yfir Steinavötn þar sem laskaða brúin stóðst ekki álagspróf. Greint er frá þessu á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að álagspróf á brúnni hafi staðið yfir í allan dag en Vegagerðarmenn gerðu sér vonir um að það yrði hægt að leyfa bílum undir 2,5 tonnum að aka yfir brúna. Svo reyndist ekki vera. Því verður bílaumferð að bíða þess að lokið verði við smíði bráðabirgðabrúarinnar. Áfram verður þó heimil för gangandi yfir brúna. Vinna við byggingu nýrrar bráðabirgðabrúar hefur gengið mjög vel. Búið er að reka niður alla staura en sett eru upp átta svokölluð ok, en á þeim hvíla síðan stálbitar sem bera að lokum brúargólfið sem ekið er yfir. Nú þegar er búið að hífa nokkra stálbita á sinn stað og einnig hafa brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar hafist handa við að koma brúargólfinu fyrir á bitunum. Mest allt efni er komið á verkstað sem og starfsmenn beggja brúarvinnuflokka auk fleiri starfsmanna Vegagerðarinnar. Unnið er einnig af krafti við að leggja veg að nýju brúnni. Miðað við hraðann í verkinu má nú reikna með að hægt verði að opna fyrir umferð allra bíla yfir bráðabirgðabrúna fyrir helgina. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Sú ákvörðun hefur verið tekin að heimila ekki akstur minni bifreiða yfir brúna yfir Steinavötn þar sem laskaða brúin stóðst ekki álagspróf. Greint er frá þessu á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að álagspróf á brúnni hafi staðið yfir í allan dag en Vegagerðarmenn gerðu sér vonir um að það yrði hægt að leyfa bílum undir 2,5 tonnum að aka yfir brúna. Svo reyndist ekki vera. Því verður bílaumferð að bíða þess að lokið verði við smíði bráðabirgðabrúarinnar. Áfram verður þó heimil för gangandi yfir brúna. Vinna við byggingu nýrrar bráðabirgðabrúar hefur gengið mjög vel. Búið er að reka niður alla staura en sett eru upp átta svokölluð ok, en á þeim hvíla síðan stálbitar sem bera að lokum brúargólfið sem ekið er yfir. Nú þegar er búið að hífa nokkra stálbita á sinn stað og einnig hafa brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar hafist handa við að koma brúargólfinu fyrir á bitunum. Mest allt efni er komið á verkstað sem og starfsmenn beggja brúarvinnuflokka auk fleiri starfsmanna Vegagerðarinnar. Unnið er einnig af krafti við að leggja veg að nýju brúnni. Miðað við hraðann í verkinu má nú reikna með að hægt verði að opna fyrir umferð allra bíla yfir bráðabirgðabrúna fyrir helgina.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira