Hæst launuðu fengið mestar hækkanir Sveinn Arnarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Forsvarsmenn samtaka launafólks og samtaka ativnnulífsins eru ósammála um hvort eigi að hækka laun í krónum eða prósentum í næstu kjarasamningum. vísir/vilhelm Laun þeirra sem hæstar hafa tekjurnar hækkuðu mest á milli áranna 2014 og 2016, sama hvort litið er til almenna eða opinberra geirans. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um laun landsmanna eftir starfsstéttum.Vilhjálmur BirgissonSé litið til reglulegra meðallauna starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækkuð þau úr 552 þúsund krónum í 638 þúsund, eða um 86 þúsund. Lægsta tekjutíundin hefur hins vegar aðeins hækkað um 55 þúsund krónur á meðan sú hæsta hefur hækkað um 126 þúsund krónur. Í prósentum talið hefur sú lægsta aftur á móti hækkað í launum um 17,8 prósent en sú hæsta um 14,8. Mesti munur á hækkun lægstu og hæstu tekjutíundarinnar er hjá opinberum starfsmönnum ríkisins. Lægstu laun hafa hækkað um 62 þúsund krónur, úr 335 þúsundum í 397 þúsund. Hins vegar hefur hæsta tekjutíundin hækkað um 174 þúsund krónur, farið úr 806 þúsundum í 980 þúsund krónur að meðaltali. Á tímabilinu hækkuðu laun hennar um 21,6 prósent en lægsta tíundin um 18,5 prósent. „Prósentuhækkanir eru aflgjafi misskiptingar í okkar þjóðfélagi,” segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og segir tölurnar sýna að prósentuhækkanir í komandi kjarasamningum sé leið ójöfnuðar. „Þær breikka bilið milli þeirra sem minnstar hafa tekjurnar og þeirra sem mest hafa. Þetta er stóra málið og mikilvægt að hætta að nota prósentuhækkanir og taka upp krónutöluhækkanir. Ef menn nota prósentutölur áratugi fram í tímann þá verður bilið meira. Prósentuútreikningar og annað slíkt er ein mesta blekking sem íslenskt lágtekjufólk þarf að standa frammi fyrir. Við förum ekki með prósentur út í verslanir heldur íslenskar krónur,“ segir Vilhjálmur. „Það kemur ekki á óvart að hæstu laun hækki meira í krónum talið þar sem hækkun í prósentum hefur hlutfallslega meiri krónutöluáhrif á þann tekjuhóp en lægstu laun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur skýringu á þróun hæstu launa í hópi ríkisstarfsmanna liggja fyrst og fremst í ákvörðunum kjararáðs sem hafi hækkað laun æðstu embættismanna óeðlilega mikið á síðustu misserum.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gvaHann bendir enn fremur á það sé slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf að ríkisstarfsmenn séu leiðandi í launahækkunum á vinnumarkaði. Heilbrigðara sé að útflutningsgreinar og aðrar atvinnugreinar sem séu í alþjóðlegri samkeppni skilgreini svigrúm til launahækkana hverju sinni. Mikilvægasta markmið komandi kjarasamninga sé að standa vörð um kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Þegar Halldór Benjamín er spurður að því hvort rétt sé að horfa til krónutöluhækkana í komandi kjaraviðræðum segir hann það af og frá. „Nei, ég tel það óráðlegt.“ „Það var okkar upplegg í síðustu kjarasamningum að hækka laun í krónum talið en um það náðist ekki sátt. Meðal annars vildu stórir hópar innan opinberra starfsmanna fara prósentutöluleiðina,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, foresti ASÍ. „Eftir að gerðardómur úrskurðaði í ágúst 2015 um prósentuhækkun launa BHM og hjúkrunarfræðinga misstum við einfaldlega tökin á þessu. Meginkjarabreytingin er í prósentum og því hækka hæstu laun mest. Einnig hefur kjararáð ákvarðað laun æðstu embættismanna og því kemur ekki á óvart að efsta tíund ríkisins hækki svona mikið. Það er kjararáðshópurinn.“ Að mati Gylfa staðfesta þessar tölur það sem hefur verið í umræðunni síðustu misseri og að óánægja launafólks sé á rökum reist. Nú sé sá hópur kominn aftur að samningaborðinu sem vildi prósentuleiðina í upphafi, háskólamenn og kennarar, og því áhugavert að sjá hvaða leið verður farin nú. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Laun þeirra sem hæstar hafa tekjurnar hækkuðu mest á milli áranna 2014 og 2016, sama hvort litið er til almenna eða opinberra geirans. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um laun landsmanna eftir starfsstéttum.Vilhjálmur BirgissonSé litið til reglulegra meðallauna starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækkuð þau úr 552 þúsund krónum í 638 þúsund, eða um 86 þúsund. Lægsta tekjutíundin hefur hins vegar aðeins hækkað um 55 þúsund krónur á meðan sú hæsta hefur hækkað um 126 þúsund krónur. Í prósentum talið hefur sú lægsta aftur á móti hækkað í launum um 17,8 prósent en sú hæsta um 14,8. Mesti munur á hækkun lægstu og hæstu tekjutíundarinnar er hjá opinberum starfsmönnum ríkisins. Lægstu laun hafa hækkað um 62 þúsund krónur, úr 335 þúsundum í 397 þúsund. Hins vegar hefur hæsta tekjutíundin hækkað um 174 þúsund krónur, farið úr 806 þúsundum í 980 þúsund krónur að meðaltali. Á tímabilinu hækkuðu laun hennar um 21,6 prósent en lægsta tíundin um 18,5 prósent. „Prósentuhækkanir eru aflgjafi misskiptingar í okkar þjóðfélagi,” segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og segir tölurnar sýna að prósentuhækkanir í komandi kjarasamningum sé leið ójöfnuðar. „Þær breikka bilið milli þeirra sem minnstar hafa tekjurnar og þeirra sem mest hafa. Þetta er stóra málið og mikilvægt að hætta að nota prósentuhækkanir og taka upp krónutöluhækkanir. Ef menn nota prósentutölur áratugi fram í tímann þá verður bilið meira. Prósentuútreikningar og annað slíkt er ein mesta blekking sem íslenskt lágtekjufólk þarf að standa frammi fyrir. Við förum ekki með prósentur út í verslanir heldur íslenskar krónur,“ segir Vilhjálmur. „Það kemur ekki á óvart að hæstu laun hækki meira í krónum talið þar sem hækkun í prósentum hefur hlutfallslega meiri krónutöluáhrif á þann tekjuhóp en lægstu laun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur skýringu á þróun hæstu launa í hópi ríkisstarfsmanna liggja fyrst og fremst í ákvörðunum kjararáðs sem hafi hækkað laun æðstu embættismanna óeðlilega mikið á síðustu misserum.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gvaHann bendir enn fremur á það sé slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf að ríkisstarfsmenn séu leiðandi í launahækkunum á vinnumarkaði. Heilbrigðara sé að útflutningsgreinar og aðrar atvinnugreinar sem séu í alþjóðlegri samkeppni skilgreini svigrúm til launahækkana hverju sinni. Mikilvægasta markmið komandi kjarasamninga sé að standa vörð um kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Þegar Halldór Benjamín er spurður að því hvort rétt sé að horfa til krónutöluhækkana í komandi kjaraviðræðum segir hann það af og frá. „Nei, ég tel það óráðlegt.“ „Það var okkar upplegg í síðustu kjarasamningum að hækka laun í krónum talið en um það náðist ekki sátt. Meðal annars vildu stórir hópar innan opinberra starfsmanna fara prósentutöluleiðina,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, foresti ASÍ. „Eftir að gerðardómur úrskurðaði í ágúst 2015 um prósentuhækkun launa BHM og hjúkrunarfræðinga misstum við einfaldlega tökin á þessu. Meginkjarabreytingin er í prósentum og því hækka hæstu laun mest. Einnig hefur kjararáð ákvarðað laun æðstu embættismanna og því kemur ekki á óvart að efsta tíund ríkisins hækki svona mikið. Það er kjararáðshópurinn.“ Að mati Gylfa staðfesta þessar tölur það sem hefur verið í umræðunni síðustu misseri og að óánægja launafólks sé á rökum reist. Nú sé sá hópur kominn aftur að samningaborðinu sem vildi prósentuleiðina í upphafi, háskólamenn og kennarar, og því áhugavert að sjá hvaða leið verður farin nú.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira