Guðni vill halda veglegt lokahóf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2017 10:45 Guðni Bergsson á lokahófi KSÍ á Broadway árið 2007. Með honum á myndinni eru markaskorararnir Ríkharður Daðason og Anthony Karl Gregory. vísir/daníel Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira